Hof Lilju Pálma í Skagafirði tilnefnt til virtra verðlauna Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 13. febrúar 2009 06:30 Hof vekur athygli. Það eru ekki síður ferðamenn en arkitektarmafían sem hefur áhuga á húsinu í Skagafirði. „Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
„Ertu að grínast? En skemmtilegt!“ segir Lilja Pálmadóttir, ábúandi á Hofi í Skagafirði. Hús hennar og eiginmannsins, Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár. Lilja vissi ekki af tilnefningunni þegar blaðamaður hringdi í hana en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Hof hlýtur tilnefningar eða verðlaun á alþjóðagrundu arkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd eftir hinum heimsfræga arkitekt Mies van der Rohe, sem talinn er einn af frumkvöðlum nútímaarkitektúrs og er þekktastur fyrir stíl sem kenndur er við „minna er meira“ og kenningar Gustaves Flaubert um að guð búi í smáatriðunum.Lilja Pálmadóttir.„Þegar lögð er svona mikil hugsun og alúð í einhverja hönnun þá er þetta kannski bara rökrétt afleiðing af því. Það var hins vegar aldrei lagt upp með að vera að gera einhver verðlaunahús heldur var hugsunin sú að ég vildi byggja gott hús sem fullnægði þörfum fjölskyldunnar og væri í sambandi við náttúruna í kringum sig,“ segir Lilja en húsið var teiknað og unnið af Studio Granda í samráði við Lilju. „En svo vönduðum við okkur auðvitað alveg rosalega og það var ekkert verið að tjalda til eins vetrar þarna. Við gáfum okkur góðan tíma í að þaulhugsa þetta allt þar til allir voru orðnir sáttir, bæði arkitektinn og ég.“ Hönnun og hugmyndavinna hússins tók tvö ár og svo var það tvö ár í smíði en fjölskyldan flutti inn í það árið 2006. Sérstök hús á Íslandi vekja oft athygli ferðamanna og Lilja segir að nokkuð sé um ásókn fólks að koma nær og skoða. „Við græðum á því að húsið er þarna norður í Skagafirði, þannig að það er smá hindrun í því en jú, það er svolítil umferð af fólki.“ 340 hús víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd til verðlaunanna en síðar í vor verður tilkynnt um hvaða hús komast í lokagrúppuna. Lilja segir að húsið eigi sannarlega skilið að komast alla leið. „Arkitekt þess, Steve Christer, hjá Studio Granda, er súperarkitekt.“ Studio Granda hefur áður fengið tilnefningar til verðlaunanna en Steve Christer, eigandi stofunnar og aðalhönnuður hússins, segir að húsið hafi vakið mikla athygli víðs vegar að úr heiminum. „Ég er nú hálfhissa, verð ég að segja, á þessum miklu viðbrögðum við Hofi því við höfum síður en svo flaggað því og svo er það ágætlega falið fyrir norðan. Hins vegar virðist heimasíðan okkar vera vel vöktuð af spekúlöntum og þar hafa þeir fundið húsið.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira