Lífið

Perúsk mynd vann Gullbjörnin

Claudia Llosa leikstjóri sátt með björninn.
Claudia Llosa leikstjóri sátt með björninn. MYND/AP
Kvikmynd perúska leikstjórans Claudia Llosa hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær. Myndin - La Teta Asustada -  segir frá konum sem þurftu þola misnotkun á tímum harðstjórnarinnar í Perú.

The Milk of Sorrow er fyrsta kvikmyndin frá Perú sem keppt hefur um Gullbjörnin. Myndin hafði betur en Messenger sem skartar Woody Harrelson í aðalhlutverki og My One and Only með leikkonunni Renee Zellweger.

Íraninn Asghar Farhadi var valinn besti leikstjórinn og Birgit Minichmayr frá Austurríki var valin besta leikkonan. Sotigui Koyate frá Mali var valinn besti leikarinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.