Lífið

Upprennandi útvarpsstjarna

Svali, Tobba  og Eiríkur.
Svali, Tobba og Eiríkur.

„Ég er búin að vera á föstudögum á Útvarpi Sögu með Eiriki og Reyni og leysi Siggu Lund af í morgunþættinum Zúúber með Svala og Gassa," svarar Tobba Marínósdóttir blaðamaður hjá Séð og heyrt og upprennandi útvarpsstjarna á Íslandi.

„Eiríkur er búinn að skýra mig Tobbu Tjútt af óútskýranlegum ástæðum," segir hún og bætir við: „Æii hann Eiríkur er svo spes."

Tobba Tjútt.

„Þá mæti ég klukkan hálfníu á Útvarp Sögu og tala um hvað er að gerast um helgina en á Zúúber hef ég verið að prufa mig áfram," segir Tobba sem er 24 ára gömul.

Er búið að ráða þig í vinnu á FM? „Nei ég er ekki komin með neitt fast. Eins og Svali er búinn að tala um þá leysi ég Siggu af. Það er rosalega gaman," segir Tobba.

Svali, Sigga og Gassi.

„Það er náttúrulega kreppa og allt það. Og alveg frábært að fá að stíga fyrstu sporin í útvarpi og fá að prufa bæði Útvarp Sögu og FM, sem er tvennt ólíkt."

„Svo hefur aldrei neinn tekið Gassa í gegn. Það var kominn tími til. Það heyrðist ekkert í honum þessa tvo daga sem ég leysti Siggu af," segir Tobba og hlær.

Munur á vinnubrögðum Eiríks og Svala? „Eiríkur setur upp puttann þegar honum finnst ég fara of geyst í beinni útsendingu á meðan Svali gargar úr hlátri," segir Tobba, ný rödd á öldum ljósvakans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.