Lífið

Rokkdúett kveður Conan

Rokkdúettinn spilar í síðasta kvöldþætti Conans O´Brien 20. febrúar.
Rokkdúettinn spilar í síðasta kvöldþætti Conans O´Brien 20. febrúar.

Rokkdúettinn The White Stripes fær þann heiður að verða síðasta hljómsveitin til að spila í kvöldþætti Conans O"Brien áður en hann hættir göngu sinni 20. febrúar. Í framhaldinu mun Conan taka við þætti Jay Leno, Tonight Show.

White Stripes hefur margoft spilað hjá Conan, þar á meðal í heila viku samfleytt árið 2003. Einnig spiluðu þau Jack og Meg tvö lög í einum þætti til að kynna plötuna Icky Thump. Þetta verður í fyrsta sinn síðan sumarið 2007 sem The White Stripes spilar opinberlega og er það enn frekari ástæða fyrir aðdáendur sveitarinnar til að fylgjast með þættinum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.