Lífið

EGÓ rokkar Davíð út úr Seðlabankanum

Hljómsveitin EGÓ kemur saman fyrir utan Seðlabankann klukkan níu í fyrramálið og hyggst „rokka Davíð Oddsson í burtu!" EGÓ var ein ástsælasta hljómsveit landsins í upphafi níunda áratugarins.

„EGÓ ætlar að mæta fyrir utan Seðlabankann í fyrramálið kl. 9 og rokka! Mætum öll og rokkum Davíð Oddsson í burtu! Sýnum samstöðu og tökum þátt," segir á nýstofnaðri síðu á Facebook.

Nýverið gaf hljómsveitin út lagið Kannski varð bylting vorið 2009. Myndband við lagið var sýnt í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld.

Stórir strákar fá raflost, Fjöllin hafa vakað, Sætir strákar og Mescalin eru meðal helstu slagara hljómsveitarinnar.

Meðfylgjandi má sjá nýtt myndband EGÓ sem frumsýnt var í Ísland í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.