Allan sóma stunda ber 16. febrúar 2009 02:00 Soffía frænka er mætt. Edda Björg Eyjólfsdóttir í skrúða. Mynd/Eddi Frumsýning á sviðsetningu Selmu Björnsdóttur á Kardemommubænum er á laugardag. Nær uppselt er á fjörutíu sýningar og verður þetta vinsæla verk Torbjörns Egner sýnt fyrir fullu húsi allt þar til leikarar Þjóðleikhússins fara í sumarleyfi. Uppselt er á þrjár forsýningar í þessari viku og nýttu margir sér tilboð Þjóðleikhússins til atvinnulausra en stofnunin hefur nú gefið út svokölluð samstöðukort sem veita atvinnulausum kost á ókeypis aðgangi að sýningum Þjóðleikhússins. Kristrún Heiða Hauksdóttir segir kortin hafa flogið út og hafi móttökur verið afar góðar. Margir úr hópi þeira sem misst hafa vinnu nýttu sér tilboð á forsýningar á Kardemommubænum. Þjóðleikhúsið hefur um árabil veitt atvinnulausum afslátt á sýningar. Samstöðukort Þjóðleikhússins eru afhent í miðasölu leikhússins, gegn vottorði um skráningu á atvinnuleysisskrá, og gildir sem fríkort út leikárið. Handhafi kortsins á rétt á einum frímiða á hverja sýningu Þjóðleikhússins leikárið 2008/2009. Handhafi þarf aðeins að sýna kortið, ásamt persónuskilríkjum, í miðasölunni þegar viðkomandi vill koma á sýningu. Sviðsetning Selmu er í raun önnur sviðsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum en verkið var fyrst sýnt í húsinu 1960 og þá í leikstjórn Klemens Jónssonar og í leikmynd Egners. Sú sviðsetning hefur verið endurtekin í þrígang með nýjum kynslóðum leikara en ævinlega í stíl og móti upphafssýningarinnar og að jafnaði verið sýnd í tvö leikár þegar hún hefur verið sett upp. Að þessu sinni gerir Brian Pilkington leikmynd. Fjöldi leikara kemur fram í sýningunni sem stefnir í að verða vinsæl meðal ungra og aldinna leikhúsgesta. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Frumsýning á sviðsetningu Selmu Björnsdóttur á Kardemommubænum er á laugardag. Nær uppselt er á fjörutíu sýningar og verður þetta vinsæla verk Torbjörns Egner sýnt fyrir fullu húsi allt þar til leikarar Þjóðleikhússins fara í sumarleyfi. Uppselt er á þrjár forsýningar í þessari viku og nýttu margir sér tilboð Þjóðleikhússins til atvinnulausra en stofnunin hefur nú gefið út svokölluð samstöðukort sem veita atvinnulausum kost á ókeypis aðgangi að sýningum Þjóðleikhússins. Kristrún Heiða Hauksdóttir segir kortin hafa flogið út og hafi móttökur verið afar góðar. Margir úr hópi þeira sem misst hafa vinnu nýttu sér tilboð á forsýningar á Kardemommubænum. Þjóðleikhúsið hefur um árabil veitt atvinnulausum afslátt á sýningar. Samstöðukort Þjóðleikhússins eru afhent í miðasölu leikhússins, gegn vottorði um skráningu á atvinnuleysisskrá, og gildir sem fríkort út leikárið. Handhafi kortsins á rétt á einum frímiða á hverja sýningu Þjóðleikhússins leikárið 2008/2009. Handhafi þarf aðeins að sýna kortið, ásamt persónuskilríkjum, í miðasölunni þegar viðkomandi vill koma á sýningu. Sviðsetning Selmu er í raun önnur sviðsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum en verkið var fyrst sýnt í húsinu 1960 og þá í leikstjórn Klemens Jónssonar og í leikmynd Egners. Sú sviðsetning hefur verið endurtekin í þrígang með nýjum kynslóðum leikara en ævinlega í stíl og móti upphafssýningarinnar og að jafnaði verið sýnd í tvö leikár þegar hún hefur verið sett upp. Að þessu sinni gerir Brian Pilkington leikmynd. Fjöldi leikara kemur fram í sýningunni sem stefnir í að verða vinsæl meðal ungra og aldinna leikhúsgesta. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira