Handsnyrting og brúnkumeðferð eru á undanhaldi 16. febrúar 2009 04:00 Meira selst af ilmvötnum og ódýrari snyrtivörum í íslenskum verslunum. Konur spara við sig í snyrtingu. Heiðar Jónsson er viss um að þetta sé tímabundið ástand. „Ég hugsa að þetta sé tímabundin minnkun í aðsókn í handsnyrtingu, þetta kemur aftur. Konu sem fer í handsnyrtingu líður svo miklu betur með sjálfa sig,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins virðist sem aðsókn í handsnyrtingu og brúnkumeðferð hafi minnkað eftir hrun bankanna. Þær upplýsingar fengust hjá snyrtistofunum Laugum Spa, Helenu fögru, Snyrtistofu Ágústu og Nordica spa að konur létu lengra líða á milli vinsælustu meðferðanna, svo sem augnabrúnaplokkunar og fótleggjavax, og dýr andlitsböð og lúxusmeðferðir eru ekki eins vinsæl og áður. Ekki hefði viðskiptavinum fækkað sem vildu vaxmeðferð á fótleggi og plokka augabrúnir heldur reyndu konur að bíða lengur en áður með vaxið. Færri kæmu hins vegar og vildu láta sprauta líkamann í brúnum tónum eða láta setja á sig gervineglur. Hins vegar seljast snyrtivörur jafn vel og fyrr og tvö stór snyrtivöruumboð, Forval og Terma, sem hafa umboð fyrir mörg þekktustu merkin, segjast ekki áður muna svo góða sölu í ilmvötnum. „Fólk er farið að fara sjaldnar í gegnum Fríhöfnina, sem hefur hingað til séð um stóran hluta ilmvatnssölunnar og við finnum fyrir því að Íslendingar kaupa því ilmvötnin sín meira hér í búðunum heima,“ segir Hildur Ingadóttir, sölumaður hjá Terma. Guðrún Edda Haraldsdóttir, markaðsstjóri Forvals, segist hafa orðið vör við að fólk leiti einnig í ódýrari merki en áður. „Það kaupir kannski ekki minna af neinu, nema þá helst lúxuskremunum en varalitirnir og farðinn eru frekar valdir úr ódýrari merkjunum en þeim dýrari.“ Heiðar snyrtir segir það ekki koma sér á óvart að fólk láti dýrar snyrtivörur mæta afgangi. „Ef við þurfum að spara eigum við að láta sparnaðinn sjást á ódýrari farða en passa að láta ekki sjálfa umhirðuna mæta afgangi. Þetta er bara eins og með bílinn manns – til að hann gangi þarftu að láta smyrja hann en þú bíður kannski með að sparsla upp í rispurnar.“ juliam@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
„Ég hugsa að þetta sé tímabundin minnkun í aðsókn í handsnyrtingu, þetta kemur aftur. Konu sem fer í handsnyrtingu líður svo miklu betur með sjálfa sig,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins virðist sem aðsókn í handsnyrtingu og brúnkumeðferð hafi minnkað eftir hrun bankanna. Þær upplýsingar fengust hjá snyrtistofunum Laugum Spa, Helenu fögru, Snyrtistofu Ágústu og Nordica spa að konur létu lengra líða á milli vinsælustu meðferðanna, svo sem augnabrúnaplokkunar og fótleggjavax, og dýr andlitsböð og lúxusmeðferðir eru ekki eins vinsæl og áður. Ekki hefði viðskiptavinum fækkað sem vildu vaxmeðferð á fótleggi og plokka augabrúnir heldur reyndu konur að bíða lengur en áður með vaxið. Færri kæmu hins vegar og vildu láta sprauta líkamann í brúnum tónum eða láta setja á sig gervineglur. Hins vegar seljast snyrtivörur jafn vel og fyrr og tvö stór snyrtivöruumboð, Forval og Terma, sem hafa umboð fyrir mörg þekktustu merkin, segjast ekki áður muna svo góða sölu í ilmvötnum. „Fólk er farið að fara sjaldnar í gegnum Fríhöfnina, sem hefur hingað til séð um stóran hluta ilmvatnssölunnar og við finnum fyrir því að Íslendingar kaupa því ilmvötnin sín meira hér í búðunum heima,“ segir Hildur Ingadóttir, sölumaður hjá Terma. Guðrún Edda Haraldsdóttir, markaðsstjóri Forvals, segist hafa orðið vör við að fólk leiti einnig í ódýrari merki en áður. „Það kaupir kannski ekki minna af neinu, nema þá helst lúxuskremunum en varalitirnir og farðinn eru frekar valdir úr ódýrari merkjunum en þeim dýrari.“ Heiðar snyrtir segir það ekki koma sér á óvart að fólk láti dýrar snyrtivörur mæta afgangi. „Ef við þurfum að spara eigum við að láta sparnaðinn sjást á ódýrari farða en passa að láta ekki sjálfa umhirðuna mæta afgangi. Þetta er bara eins og með bílinn manns – til að hann gangi þarftu að láta smyrja hann en þú bíður kannski með að sparsla upp í rispurnar.“ juliam@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira