Lífið

Á föstu með stærðfræðikennara

Jógvan Hanson.
Jógvan Hanson.

„Ég hef lést um 9 kíló síðan 5. janúar. Nei ég er ekki að djóka," segir færeyski söngvarinn Jógvan Hansen, 30 ára, þegar Vísir spyr hvernig undirbúningurinn fyrir úrslitakeppni Júróvision sem fram fer næsta laugardag gengur. 

 

„Já ég var spikfeitur þegar ég var krakki. Ég er fæddur á bóndagarði og alinn upp við að borða vel. Fituna á kjötinu og allt þetta góða."

„Það væru forréttindi fyrr mig að fara út sem Íslendingur. Vá ef þú bara vissir hversu mikið mig langar að vinna."

„Já ég er ástfanginn," svarar Jógvan aðpurður um ástina. „Við höfum verið saman næstum því í tvö ár."

 

„Ég hefði ekki getað gert þetta nema hún hefði verið svona góð við mig. Já, hún er íslensk."

 

„Hún heitir Hrafnhildur Jónasdóttir og er 27 ára. Hún er stærðfræðikennari. Og hún er geðveikt sæt líka, ekki bara klár," segir Jógvan einlægur.

Fer stærðfræðikennarinn með til Moskvu ef þú sigrar? „Auðvitað!" svarar Jógvan.

 

„Hún er bæði að hjálpa mér að taka ákvarðanir og við erum ótrúlega dugleg að sjá jákvæðar hliðar á hlutunum. Ég held mig niðri á jörðinni þrátt fyrir spennuna í kringum keppnina." 

 

„Ég er búinn að vera í ræktinni á milljón og allt þetta ferli finnst mér mjög skemmtilegt. Ég held að vinningurinn er að geta verið með í svona keppni og kunna að njóta þess," segir Jógvan.

„En sem ungur og spenntur maður leita ég stöðugt uppi ævintýri og þá hentar Ísland mér miklu betur en Færeyjar."

„Ég mun alltaf vera Færeyingur og mun alltaf vera stoltur af því og þeim massíva bakgrunni sem ég á þar. Það er gríðaleg gjöf að hafa fengið að fæðast þar," segir Jógvan aðspurður út í þjóðernið. 

 

„Íslendingar og Færeyingar eru miklu meira tengdir en margir halda og það er yndislegt. Eina sem skilur okkur að er tungumálið. Útlitið, hugarfarið og jákvæða viðhorfið og tengsl okkar við náttúruna er það sem við eigum sameiginlegt," segir Jógvan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.