Lífið Jackson 2 dögum fyrir dauðann - myndband Á meðfylgjandi link má sjá síðasta myndbandið sem tekið var af Michael Jackson, 50 ára, þar sem hann æfði sig fyrir Lundúnartúrinn framundan. Myndbandið var tekið 23. júní síðastliðinn en Michael lést tveimur dögum síðar. Hann æfði stíft og var í dúndurformi eins og sjá má á myndbandinu hér. Lífið 3.7.2009 12:50 Aðeins útvaldir í SILVER-partýinu - myndir/myndband „Gelið kemur á markað í dag á öllum sölustöðum," segir Björgvin Páll Gústavsson handboltakappi í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var við hann rétt í þessu en hann hélt stærsta partí ársins á skemmtistaðnum Oliver síðustu helgi ásamt félaga sínum Loga Geirssyni. Fjöldi manns mætti í partýið þar sem The Silver gelið var kynnt með látum eins og meðfylgjandi myndir sýna. Eingöngu þeir sem fengu boðskort fengu aðgang í partýiið þar sem ekkert ar til sparað. Lífið 3.7.2009 11:19 Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk,“ segir Gísli. Lífið 3.7.2009 08:00 Sigur Rós í maraþonmynd Lögin Starálfur og Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós hljóma í myndinni The Athlete sem er væntanleg í bíó síðar á þessu ári. Um leikna heimildarmynd er að ræða sem fjallar um eþíópíska maraþonhlauparann Abeke Bikila sem vakti heimsathygli þegar hann vann ólympíugull í Róm berfættur árið 1960, fyrstur Afríkubúa. Níu árum síðar lamaðist hann í alvarlegu bílslysi og barðist hetjulega við að ná heilsu á nýjan leik. Lífið 3.7.2009 07:00 Með hjálm við píanóið „Ég held að ég spili með hjálm og ég veit ekki hvort ég þarf að vera með hanska,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, sem spilar á hálfgerðum vígslutónleikum í nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu ásamt hljómsveitinni Hjaltalín. Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, skipuleggja tónleikana sem verða haldnir í hádeginu á mánudaginn. „Ég verð eiginlega að fá einhvern til að taka þetta upp á filmu. Ég verð að eiga mynd af mér í verkamannagalla að spila Chopin fyrir fólk.“ Lífið 3.7.2009 06:00 Framdi ekki sjálfsvíg Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfsvíg heldur lést af völdum súrefnisskorts. Þetta kom fram eftir krufningu sem fjölskylda leikarans lét framkvæma fyrir sig. Carradine fannst nakinn inni í fataskápi með snúru um hálsinn og kynfærin á hótelherbergi í Bangkok hinn 4. júní. Talið er að hann hafi dáið í miðri kynlífsathöfn. „Hann lést ekki af náttúrulegum orsökum og ekki vegna sjálfsmorðs. Hann virðist því hafa dáið af slysförum,“ sagði læknirinn sem framkvæmdi krufninguna. Niðurstöðu úr krufningu sem lögreglan í Taílandi lét framkvæma á Carradine er væntanleg á næstu dögum og þar gætu nýjar upplýsingar komið í ljós. Lífið 3.7.2009 05:00 Fimm spila á metalkvöldi Fimm hljómsveitir koma fram á þungarokkstónleikum á Grand Rokk í kvöld þar sem fjölbreytnin mun ráða ríkjum. Fyrst stígur á svið hljómsveitin Wistaria sem spilar metalcore, næst á dagskrá verða rokkhundarnir í Dimmu og á eftir þeim kemur blackmetal-sveitin Svartidauði. Fjórða sveitin sem stígur á svið nefnist Bastard en hún spilar dauðarokk og önnur dauðarokksveit, Beneath, lýkur síðan kvöldinu. Húsið verður opnað klukkan 22 og aldurstakmark er 20 ár. Aðgangseyrir er enginn. Lífið 3.7.2009 05:00 Sorglegur lokaþáttur Michael Emerson, sem leikur illmennið Benjamin Linus í Lost, spáir því að lokaþátturinn verði sorglegur. „Ég held að endirinn verði ekki á léttu nótunum,“ sagði Emerson. „Ég held að við eigum eftir að sjá miklu fleiri deyja eftir því sem nær dregur endinum. Ég giska á að einhverjar þekktar persónur deyi. Ég er handviss um að endalokin verði fyrst og fremst gerð fyrir fullorðna áhorfendur.“ Sjötta og síðasta þáttaröð Lost verður frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári og bíða áhorfendur spenntir eftir því að sjá dulúðina sem umlykur þættina leysta upp. Lífið 3.7.2009 05:00 Sótthreinsað spítaladrama Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Gusgus verður frumsýnt í næstu viku og bíða eflaust margir spenntir eftir að berja það augum. Það eru þeir Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason, betur þekktur sem Hárdoktorinn, sem unnu myndbandið í sameiningu. „Þegar nýja platan með Gusgus var að koma út vorum við Jón Atli fengnir til þess að vinna að sérstöku þema fyrir plötuna. Við ákváðum að breyta útliti og ímynd hljómsveitarinnar og unnum áfram með þetta þema í myndbandinu,“ segir Heimir. Lífið 3.7.2009 04:15 Erfitt að fara í skó Ásdísar og Kolfinnu „Þættinum slátrað? Nei, sko, við gerðum bara tveggja mánaða tilraun með þessar þrjár ágætu stelpur og svo var ákveðið að setja þáttinn í sumarfrí. Sko þáttinn,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN. Lífið 3.7.2009 04:00 Apinn Bubbles fannst í dýragarði Einn nánasti vinur poppstjörnunnar Michaels Jackson er fundinn. Hann er við hestaheilsu þrátt fyrir háan aldur en mun að öllum líkindum ekki mæta í jarðarförina. Lífið 3.7.2009 03:00 Allavega tuttugu ár í viðbót „Þegar Andrea Jóns hættir að fara veit ég að ég á tuttugu ár eftir,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, spurður hvort hann sé ekkert að verða of gamall fyrir Hróarskelduhátíðina í Danmörku. Lífið 3.7.2009 03:00 Fleet Foxes vinnur með Al Jardine Hljómsveitin Fleet Foxes frá Seattle í Bandaríkjunum ætlar hugsanlega að spila á nýjustu plötu Als Jardine, fyrrverandi liðsmanns The Beach Boys. Hinn 66 ára Jardine bauð hljómsveitinni í upptökuver sitt í Los Angeles til að ræða samstarfið. „Þeir eru frábærir. Þeir hafa líka þennan Beach Boys-hljóm og virkilega fallegar raddanir,“ sagði Jardine, en platan hans nefnist A Postcard from California. Robin Pecknold, söngvari Fleet Foxes, hafði gaman af fundinum með Jardine. „Hann var algjör öðlingur, virkilega góður gæi.“ Á meðal annarra gesta á plötunni verða hinn gamli félagi Jardine úr The Beach Boys, Brian Wilson, og leikarinn John Stamos. Löngu týnt lag með Beach Boys, A California Saga, sem þeir tóku upp með Neil Young, David Crosby og Stephen Stills, verður einnig á plötunni. Lífið 3.7.2009 03:00 Fimmtugir og frægir - myndband Hann er þekktastur fyrir Gleðibankann, rokkið og rauða hárið. Eiríkur Hauksson verður fimmtugur á laugardag og blæs til heljarinnar afmælistónleika í Austurbæ í tilefni dagsins. Af því tilefni hittu liðsmenn sjónvarpsþáttarins Ísland í dag þennan fyrsta Eurovision fara okkar Íslendinga í þætti kvöldsins sem segist loksins hættur að láta sig dreyma um heimsfrægð. Einnig fá áhorfendur að sjá þegar Björn Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World class, hélt sumarfagnað á 50 ára afmælisdaginn. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2. Lífið 2.7.2009 16:42 Dolly Parton kveður Michael - myndband „Ég þekkti Michael og hann var sannur tónlistarsnillingur með hjarta engils. Við söknum hans öll og fráfall hans ætti að minna okkur á að upplifa alla daga líkt og þeir væru okkar síðustu," segir söngkonan Dolly Parton meðal annars í meðfylgjandi myndbandi þar sem hún minnist Michael Jackson sem féll frá 25. júní síðastliðinn. Sjá kveðju Dolly hér. Lífið 2.7.2009 15:41 Siggi Hlö dillar sér - myndband „Fimmtíu fyrstu sem mæta í eitís göllum fá diskinn áritaðan. Pælið í því," segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Sigg Hlö, sem heldur útgáfupartý annaðkvöld á skemmtistaðnum Spot í Bæjarlind í Kópavogi í tilefni af útkomu þreföldu safnplötunnar „Veistu hver ég var?" „Í gamla daga þá dansaði fólk voða mikið svona," segir Siggi og dansar vel eins og sést greinilega í meðfylgjandi myndbandi. Lífið 2.7.2009 11:10 Bubbi bakkar út úr auglýsingu Símans Lag Bubba Morthens, Rómeó og Júlía, hefur verið tekið út úr nýrri auglýsingaherferð Símans og Tónlistar.is að beiðni Bubba. Lífið 2.7.2009 06:00 Þorvaldur Davíð semur smell Leikaraneminn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er ekki við eina fjölina felldur, en hann hefur nýlega sent frá sér lagið Sumarsaga. „Ég byrjaði að læra á gítar til að kúpla mig út úr leiklistinni eftir erfiðan skóladag. Það var það sem ég gerði í vetur, æfði mig á kassagítar, til að verða löggildur í útilegurnar í sumar.“ Lífið 2.7.2009 06:00 Jude Law á Broadway Leiksýningin Hamlet með Jude Law í aðalhlutverki verður flutt á Broadway í New York frá West End í London þar sem hún hefur verið sýnd við mjög góðar undirtektir. Fyrsta sýningin verður 6. október og verður sýningatímabilið tólf vikur. Þetta verður í fyrsta sinn sem Law leikur á Broadway síðan 1995. Þá var hann tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Indiscretions. Hamlet lýkur göngu sinni í London 22. ágúst og eftir það verða nokkrar sýningar í Danmörku, heimalandi Hamlets. Lífið 2.7.2009 06:00 Þrettán ára í dramatískri rullu LA hélt nýverið prufur til að velja pilt til að fara með stórt og erfitt hlutverki í Lilju sem byggir á hinni skelfilegu kvikmynd Lilya 4 ever. Ólafur Ingi Sigurðsson varð fyrir valinu. Lífið 2.7.2009 05:45 U2 semur tónlist fyrir mynd Sigurjóns Sighvatssonar Írska rokkhljómsveitin U2 semur nýtt lag fyrir kvikmyndina Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. „Þetta er bara eitt lag og kom í gegnum vinskap þeirra og leikstjórans, Jim Sheridan. Þeir hafa unnið áður saman og eru náttúrlega allir frá Írlandi,“ útskýrir Sigurjón í samtali við Fréttablaðið. Lífið 2.7.2009 05:45 Hjólakeppni á hundrað ára afmæli Fyrsta alvöru hjólakeppnin á Íslandi verður haldin í tengslum við 26. landsmót UMFÍ sem fer fram helgina 9. til 12. júl Lífið 2.7.2009 05:00 Klippimyndir Sigríðar til sölu Sigríður Níelsdóttir opnar sína fjórðu einkasýningu í 12 Tónum við Skólavörðustíg í dag. Sýndar verða 24 klippimyndir sem hún hefur unnið undanfarið ár. „Þetta eru klippimyndir úr blöðum og öllu sem ég kemst yfir og geri úr því myndir," segir Sigríður, sem er 79 ára og býr á Reyðarfirði. Lífið 2.7.2009 05:00 Trymbill sest í leikstjórastól Kreppan hefur ekki einungis neikvæð áhrif á land og þjóð og virðist sem margir hafi ákveðið að setjast á skólabekk á ný í kjölfar hennar. Frosti Jón Runólfsson, trymbill hljómsveitarinnar Esju, er á meðal þeirra og stundar hann nú nám við Kvikmyndaskóla Íslands og ber því vel söguna. Lífið 2.7.2009 05:00 Gefa út tónleikadisk Hljómsveitin Blur er komin aftur á stjá og heldur tvenna tónleika í Hyde Park í London í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir verða gefnir út í takmörkuðu upplagi á geisladiskum og í stafrænu formi og verður hægt að kaupa þá í gegnum heimasíðuna Blur.co.uk. Hægt verður að kaupa tónleikadiskinn með hvoru kvöldi fyrir sig eða báða í einu ásamt ljósmyndum frá tónleikunum. Blur er í fínu formi eftir að hafa lokið Glastonbury-hátíðinni á Englandi um síðustu helgi með glæsibrag. Sveitin spilaði lög frá öllum ferli sínum, þar á meðal There"s No Other Way, Parklife, Country House og Song 2, við góðar undirtektir. Lífið 2.7.2009 04:45 Í hættulegustu borg Indlands Magnús Atli Magnússon á þrjá mánuði eftir af kvikmyndatökunámi sínu á Indlandi. Magnús er einn þriggja Evrópubúa í Asian Academy of Film and Television í Noida, nágrannaborg Delí. Hann segist hvorki hrifinn af borginni né Bollywood, en námið sé gott. Lífið 2.7.2009 04:30 Flóran ein flottasta bók Evrópu Bók Eggert Péturssonar, Flóra Íslands, fékk silfurverðlaun í keppni evrópskra hönnuða og auglýsingastofa sem fram fór í Barcelona í júní síðastliðnum. Það voru þær Snæfríður Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir sem hlutu þessi verðlaun en þær höfðu áður hlotið verðlaun FÍT í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla fyrir þessa bók. „Þetta er alveg glæsilegt og árangurinn þýðir að við getum sent bókina í enn stærri keppni,“ segir Hörður Lárusson, formaður FÍT. Lífið 2.7.2009 04:15 Spánn breytti lífi Paltrow Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að Spánn hafi breytt lífi hennar og landið hafi orðið hennar annað heimili eftir að hún bjó þar á unglingsárum sínum. Núna heimsækir hún landið að minnsta kosti einu sinni á ári og leggur áherslu á að börnin hennar Apple og Moses, sem hún á með popparanum Chris Martin, læri tungumálið í leiðinni. Lífið 2.7.2009 04:00 Unnur Birna og Herdís leika á móti Ladda Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru tökur hafnar á kvikmyndinni Jóhannes sem skartar þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Ladda í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnar Bjarnason og var tökuliðið statt í Breiðholtinu í gær. Um fjölskyldumynd er að ræða en hún segir frá degi í lífi manns þar sem allt fer öðruvísi en ætlað var. Þetta er fyrsta kvikmynd Þorsteins í fullri lengd og því kom mörgum á óvart að honum skyldi takast að fá bæði Ladda og Stefán Karl í mynd til sín. Lífið 2.7.2009 04:00 EP-plata og tónleikaplata Hljómsveitin R.E.M. gefur hinn 7. júlí út fjögurra laga EP-plötu sem nefnist Reckoning Songs from the Olympia. Á henni eru lög af plötunni Reckoning frá árinu 1984 sem voru tekin upp á tónleikum í Dublin fyrir tveimur árum. Þessi EP-plata tengist tveimur öðrum útgáfum frá R.E.M., annars vegar tveggja diska endurútgáfu af Reckoning sem kom út fyrir skömmu og tvöfaldri tónleikaplötu, Live at the Olympia, sem er væntanleg í haust. Á henni verða lög sem voru einnig tekin upp í Dublin fyrir tveimur árum. R.E.M. er þessa dagana að undirbúa nýja hljóðversplötu sem mun fylgja eftir Accelerate. Lífið 2.7.2009 03:30 « ‹ ›
Jackson 2 dögum fyrir dauðann - myndband Á meðfylgjandi link má sjá síðasta myndbandið sem tekið var af Michael Jackson, 50 ára, þar sem hann æfði sig fyrir Lundúnartúrinn framundan. Myndbandið var tekið 23. júní síðastliðinn en Michael lést tveimur dögum síðar. Hann æfði stíft og var í dúndurformi eins og sjá má á myndbandinu hér. Lífið 3.7.2009 12:50
Aðeins útvaldir í SILVER-partýinu - myndir/myndband „Gelið kemur á markað í dag á öllum sölustöðum," segir Björgvin Páll Gústavsson handboltakappi í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var við hann rétt í þessu en hann hélt stærsta partí ársins á skemmtistaðnum Oliver síðustu helgi ásamt félaga sínum Loga Geirssyni. Fjöldi manns mætti í partýið þar sem The Silver gelið var kynnt með látum eins og meðfylgjandi myndir sýna. Eingöngu þeir sem fengu boðskort fengu aðgang í partýiið þar sem ekkert ar til sparað. Lífið 3.7.2009 11:19
Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk,“ segir Gísli. Lífið 3.7.2009 08:00
Sigur Rós í maraþonmynd Lögin Starálfur og Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós hljóma í myndinni The Athlete sem er væntanleg í bíó síðar á þessu ári. Um leikna heimildarmynd er að ræða sem fjallar um eþíópíska maraþonhlauparann Abeke Bikila sem vakti heimsathygli þegar hann vann ólympíugull í Róm berfættur árið 1960, fyrstur Afríkubúa. Níu árum síðar lamaðist hann í alvarlegu bílslysi og barðist hetjulega við að ná heilsu á nýjan leik. Lífið 3.7.2009 07:00
Með hjálm við píanóið „Ég held að ég spili með hjálm og ég veit ekki hvort ég þarf að vera með hanska,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, sem spilar á hálfgerðum vígslutónleikum í nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsinu ásamt hljómsveitinni Hjaltalín. Samtónn, samtök tónlistarrétthafa, skipuleggja tónleikana sem verða haldnir í hádeginu á mánudaginn. „Ég verð eiginlega að fá einhvern til að taka þetta upp á filmu. Ég verð að eiga mynd af mér í verkamannagalla að spila Chopin fyrir fólk.“ Lífið 3.7.2009 06:00
Framdi ekki sjálfsvíg Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfsvíg heldur lést af völdum súrefnisskorts. Þetta kom fram eftir krufningu sem fjölskylda leikarans lét framkvæma fyrir sig. Carradine fannst nakinn inni í fataskápi með snúru um hálsinn og kynfærin á hótelherbergi í Bangkok hinn 4. júní. Talið er að hann hafi dáið í miðri kynlífsathöfn. „Hann lést ekki af náttúrulegum orsökum og ekki vegna sjálfsmorðs. Hann virðist því hafa dáið af slysförum,“ sagði læknirinn sem framkvæmdi krufninguna. Niðurstöðu úr krufningu sem lögreglan í Taílandi lét framkvæma á Carradine er væntanleg á næstu dögum og þar gætu nýjar upplýsingar komið í ljós. Lífið 3.7.2009 05:00
Fimm spila á metalkvöldi Fimm hljómsveitir koma fram á þungarokkstónleikum á Grand Rokk í kvöld þar sem fjölbreytnin mun ráða ríkjum. Fyrst stígur á svið hljómsveitin Wistaria sem spilar metalcore, næst á dagskrá verða rokkhundarnir í Dimmu og á eftir þeim kemur blackmetal-sveitin Svartidauði. Fjórða sveitin sem stígur á svið nefnist Bastard en hún spilar dauðarokk og önnur dauðarokksveit, Beneath, lýkur síðan kvöldinu. Húsið verður opnað klukkan 22 og aldurstakmark er 20 ár. Aðgangseyrir er enginn. Lífið 3.7.2009 05:00
Sorglegur lokaþáttur Michael Emerson, sem leikur illmennið Benjamin Linus í Lost, spáir því að lokaþátturinn verði sorglegur. „Ég held að endirinn verði ekki á léttu nótunum,“ sagði Emerson. „Ég held að við eigum eftir að sjá miklu fleiri deyja eftir því sem nær dregur endinum. Ég giska á að einhverjar þekktar persónur deyi. Ég er handviss um að endalokin verði fyrst og fremst gerð fyrir fullorðna áhorfendur.“ Sjötta og síðasta þáttaröð Lost verður frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári og bíða áhorfendur spenntir eftir því að sjá dulúðina sem umlykur þættina leysta upp. Lífið 3.7.2009 05:00
Sótthreinsað spítaladrama Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Gusgus verður frumsýnt í næstu viku og bíða eflaust margir spenntir eftir að berja það augum. Það eru þeir Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason, betur þekktur sem Hárdoktorinn, sem unnu myndbandið í sameiningu. „Þegar nýja platan með Gusgus var að koma út vorum við Jón Atli fengnir til þess að vinna að sérstöku þema fyrir plötuna. Við ákváðum að breyta útliti og ímynd hljómsveitarinnar og unnum áfram með þetta þema í myndbandinu,“ segir Heimir. Lífið 3.7.2009 04:15
Erfitt að fara í skó Ásdísar og Kolfinnu „Þættinum slátrað? Nei, sko, við gerðum bara tveggja mánaða tilraun með þessar þrjár ágætu stelpur og svo var ákveðið að setja þáttinn í sumarfrí. Sko þáttinn,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN. Lífið 3.7.2009 04:00
Apinn Bubbles fannst í dýragarði Einn nánasti vinur poppstjörnunnar Michaels Jackson er fundinn. Hann er við hestaheilsu þrátt fyrir háan aldur en mun að öllum líkindum ekki mæta í jarðarförina. Lífið 3.7.2009 03:00
Allavega tuttugu ár í viðbót „Þegar Andrea Jóns hættir að fara veit ég að ég á tuttugu ár eftir,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, spurður hvort hann sé ekkert að verða of gamall fyrir Hróarskelduhátíðina í Danmörku. Lífið 3.7.2009 03:00
Fleet Foxes vinnur með Al Jardine Hljómsveitin Fleet Foxes frá Seattle í Bandaríkjunum ætlar hugsanlega að spila á nýjustu plötu Als Jardine, fyrrverandi liðsmanns The Beach Boys. Hinn 66 ára Jardine bauð hljómsveitinni í upptökuver sitt í Los Angeles til að ræða samstarfið. „Þeir eru frábærir. Þeir hafa líka þennan Beach Boys-hljóm og virkilega fallegar raddanir,“ sagði Jardine, en platan hans nefnist A Postcard from California. Robin Pecknold, söngvari Fleet Foxes, hafði gaman af fundinum með Jardine. „Hann var algjör öðlingur, virkilega góður gæi.“ Á meðal annarra gesta á plötunni verða hinn gamli félagi Jardine úr The Beach Boys, Brian Wilson, og leikarinn John Stamos. Löngu týnt lag með Beach Boys, A California Saga, sem þeir tóku upp með Neil Young, David Crosby og Stephen Stills, verður einnig á plötunni. Lífið 3.7.2009 03:00
Fimmtugir og frægir - myndband Hann er þekktastur fyrir Gleðibankann, rokkið og rauða hárið. Eiríkur Hauksson verður fimmtugur á laugardag og blæs til heljarinnar afmælistónleika í Austurbæ í tilefni dagsins. Af því tilefni hittu liðsmenn sjónvarpsþáttarins Ísland í dag þennan fyrsta Eurovision fara okkar Íslendinga í þætti kvöldsins sem segist loksins hættur að láta sig dreyma um heimsfrægð. Einnig fá áhorfendur að sjá þegar Björn Leifsson, betur þekktur sem Bjössi í World class, hélt sumarfagnað á 50 ára afmælisdaginn. Ísland í dag hefst klukkan 18:55 strax að loknum fréttum Stöðvar 2. Lífið 2.7.2009 16:42
Dolly Parton kveður Michael - myndband „Ég þekkti Michael og hann var sannur tónlistarsnillingur með hjarta engils. Við söknum hans öll og fráfall hans ætti að minna okkur á að upplifa alla daga líkt og þeir væru okkar síðustu," segir söngkonan Dolly Parton meðal annars í meðfylgjandi myndbandi þar sem hún minnist Michael Jackson sem féll frá 25. júní síðastliðinn. Sjá kveðju Dolly hér. Lífið 2.7.2009 15:41
Siggi Hlö dillar sér - myndband „Fimmtíu fyrstu sem mæta í eitís göllum fá diskinn áritaðan. Pælið í því," segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Sigg Hlö, sem heldur útgáfupartý annaðkvöld á skemmtistaðnum Spot í Bæjarlind í Kópavogi í tilefni af útkomu þreföldu safnplötunnar „Veistu hver ég var?" „Í gamla daga þá dansaði fólk voða mikið svona," segir Siggi og dansar vel eins og sést greinilega í meðfylgjandi myndbandi. Lífið 2.7.2009 11:10
Bubbi bakkar út úr auglýsingu Símans Lag Bubba Morthens, Rómeó og Júlía, hefur verið tekið út úr nýrri auglýsingaherferð Símans og Tónlistar.is að beiðni Bubba. Lífið 2.7.2009 06:00
Þorvaldur Davíð semur smell Leikaraneminn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er ekki við eina fjölina felldur, en hann hefur nýlega sent frá sér lagið Sumarsaga. „Ég byrjaði að læra á gítar til að kúpla mig út úr leiklistinni eftir erfiðan skóladag. Það var það sem ég gerði í vetur, æfði mig á kassagítar, til að verða löggildur í útilegurnar í sumar.“ Lífið 2.7.2009 06:00
Jude Law á Broadway Leiksýningin Hamlet með Jude Law í aðalhlutverki verður flutt á Broadway í New York frá West End í London þar sem hún hefur verið sýnd við mjög góðar undirtektir. Fyrsta sýningin verður 6. október og verður sýningatímabilið tólf vikur. Þetta verður í fyrsta sinn sem Law leikur á Broadway síðan 1995. Þá var hann tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Indiscretions. Hamlet lýkur göngu sinni í London 22. ágúst og eftir það verða nokkrar sýningar í Danmörku, heimalandi Hamlets. Lífið 2.7.2009 06:00
Þrettán ára í dramatískri rullu LA hélt nýverið prufur til að velja pilt til að fara með stórt og erfitt hlutverki í Lilju sem byggir á hinni skelfilegu kvikmynd Lilya 4 ever. Ólafur Ingi Sigurðsson varð fyrir valinu. Lífið 2.7.2009 05:45
U2 semur tónlist fyrir mynd Sigurjóns Sighvatssonar Írska rokkhljómsveitin U2 semur nýtt lag fyrir kvikmyndina Brothers sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. „Þetta er bara eitt lag og kom í gegnum vinskap þeirra og leikstjórans, Jim Sheridan. Þeir hafa unnið áður saman og eru náttúrlega allir frá Írlandi,“ útskýrir Sigurjón í samtali við Fréttablaðið. Lífið 2.7.2009 05:45
Hjólakeppni á hundrað ára afmæli Fyrsta alvöru hjólakeppnin á Íslandi verður haldin í tengslum við 26. landsmót UMFÍ sem fer fram helgina 9. til 12. júl Lífið 2.7.2009 05:00
Klippimyndir Sigríðar til sölu Sigríður Níelsdóttir opnar sína fjórðu einkasýningu í 12 Tónum við Skólavörðustíg í dag. Sýndar verða 24 klippimyndir sem hún hefur unnið undanfarið ár. „Þetta eru klippimyndir úr blöðum og öllu sem ég kemst yfir og geri úr því myndir," segir Sigríður, sem er 79 ára og býr á Reyðarfirði. Lífið 2.7.2009 05:00
Trymbill sest í leikstjórastól Kreppan hefur ekki einungis neikvæð áhrif á land og þjóð og virðist sem margir hafi ákveðið að setjast á skólabekk á ný í kjölfar hennar. Frosti Jón Runólfsson, trymbill hljómsveitarinnar Esju, er á meðal þeirra og stundar hann nú nám við Kvikmyndaskóla Íslands og ber því vel söguna. Lífið 2.7.2009 05:00
Gefa út tónleikadisk Hljómsveitin Blur er komin aftur á stjá og heldur tvenna tónleika í Hyde Park í London í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir verða gefnir út í takmörkuðu upplagi á geisladiskum og í stafrænu formi og verður hægt að kaupa þá í gegnum heimasíðuna Blur.co.uk. Hægt verður að kaupa tónleikadiskinn með hvoru kvöldi fyrir sig eða báða í einu ásamt ljósmyndum frá tónleikunum. Blur er í fínu formi eftir að hafa lokið Glastonbury-hátíðinni á Englandi um síðustu helgi með glæsibrag. Sveitin spilaði lög frá öllum ferli sínum, þar á meðal There"s No Other Way, Parklife, Country House og Song 2, við góðar undirtektir. Lífið 2.7.2009 04:45
Í hættulegustu borg Indlands Magnús Atli Magnússon á þrjá mánuði eftir af kvikmyndatökunámi sínu á Indlandi. Magnús er einn þriggja Evrópubúa í Asian Academy of Film and Television í Noida, nágrannaborg Delí. Hann segist hvorki hrifinn af borginni né Bollywood, en námið sé gott. Lífið 2.7.2009 04:30
Flóran ein flottasta bók Evrópu Bók Eggert Péturssonar, Flóra Íslands, fékk silfurverðlaun í keppni evrópskra hönnuða og auglýsingastofa sem fram fór í Barcelona í júní síðastliðnum. Það voru þær Snæfríður Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir sem hlutu þessi verðlaun en þær höfðu áður hlotið verðlaun FÍT í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla fyrir þessa bók. „Þetta er alveg glæsilegt og árangurinn þýðir að við getum sent bókina í enn stærri keppni,“ segir Hörður Lárusson, formaður FÍT. Lífið 2.7.2009 04:15
Spánn breytti lífi Paltrow Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að Spánn hafi breytt lífi hennar og landið hafi orðið hennar annað heimili eftir að hún bjó þar á unglingsárum sínum. Núna heimsækir hún landið að minnsta kosti einu sinni á ári og leggur áherslu á að börnin hennar Apple og Moses, sem hún á með popparanum Chris Martin, læri tungumálið í leiðinni. Lífið 2.7.2009 04:00
Unnur Birna og Herdís leika á móti Ladda Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru tökur hafnar á kvikmyndinni Jóhannes sem skartar þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Ladda í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnar Bjarnason og var tökuliðið statt í Breiðholtinu í gær. Um fjölskyldumynd er að ræða en hún segir frá degi í lífi manns þar sem allt fer öðruvísi en ætlað var. Þetta er fyrsta kvikmynd Þorsteins í fullri lengd og því kom mörgum á óvart að honum skyldi takast að fá bæði Ladda og Stefán Karl í mynd til sín. Lífið 2.7.2009 04:00
EP-plata og tónleikaplata Hljómsveitin R.E.M. gefur hinn 7. júlí út fjögurra laga EP-plötu sem nefnist Reckoning Songs from the Olympia. Á henni eru lög af plötunni Reckoning frá árinu 1984 sem voru tekin upp á tónleikum í Dublin fyrir tveimur árum. Þessi EP-plata tengist tveimur öðrum útgáfum frá R.E.M., annars vegar tveggja diska endurútgáfu af Reckoning sem kom út fyrir skömmu og tvöfaldri tónleikaplötu, Live at the Olympia, sem er væntanleg í haust. Á henni verða lög sem voru einnig tekin upp í Dublin fyrir tveimur árum. R.E.M. er þessa dagana að undirbúa nýja hljóðversplötu sem mun fylgja eftir Accelerate. Lífið 2.7.2009 03:30