Lífið

Í hættulegustu borg Indlands

Magnús lærir kvikmyndatöku á Indlandi. Með honum er dóttir hans, Anika Ýr.Fréttablaðið/Anton
Magnús lærir kvikmyndatöku á Indlandi. Með honum er dóttir hans, Anika Ýr.Fréttablaðið/Anton

Magnús Atli Magnússon á þrjá mánuði eftir af kvikmyndatökunámi sínu á Indlandi. Magnús er einn þriggja Evrópubúa í Asian Academy of Film and Television í Noida, nágrannaborg Delí. Hann segist hvorki hrifinn af borginni né Bollywood, en námið sé gott.

„Það er hreinlega ekki hægt að búa sig undir þetta," segir Magnús um menningarsjokkið við lendingu. „Allt er í rusli, það gengur allt miklu hægar og auðvitað er miklu heitara. Þetta er allt annar heimur. Þegar ég lenti var verið að sprengja allt í tætlur. Maður verður að fara varlega."

Noida er talin hættulegasta borg á Indlandi. „Vinur minn frá Póllandi labbaði stundum heim á kvöldin. Hann var oft stoppaður af löggunni og spurður hvort hann væri snargeðveikur." Hann segir lögguna ekki barnanna besta. „Hún getur alveg eins rænt þig, ef hún er í stuði."

Stéttaskiptingin er talin rót glæpanna. „Það eru viðskiptakallar að koma þarna inn í borg sem var bara sveitaþorp áður. Þess vegna eru glæpirnir. Sveitafólkið sér alla þessa peninga meðan það sefur á götunni. Það vill bara fá sinn skerf." Sjálfur býr hann við kakkalakka og rottur. Hitastigið hjálpar ekki, en frá apríl hefur svæðið verið það heitasta í heiminum, og fór hitinn í 48 stig í maí.

Magnús hyggst þreifa fyrir sér hérna heima að námi loknu og stefnir á að verða upptökustjóri við kvikmyndir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.