Lífið

Gefa út tónleikadisk

damon albarn Damon Albarn og félagar í Blur spila í Hyde Park í kvöld og annað kvöld. fréttablaðið/AP
damon albarn Damon Albarn og félagar í Blur spila í Hyde Park í kvöld og annað kvöld. fréttablaðið/AP

Hljómsveitin Blur er komin aftur á stjá og heldur tvenna tónleika í Hyde Park í London í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir verða gefnir út í takmörkuðu upplagi á geisladiskum og í stafrænu formi og verður hægt að kaupa þá í gegnum heimasíðuna Blur.co.uk. Hægt verður að kaupa tónleikadiskinn með hvoru kvöldi fyrir sig eða báða í einu ásamt ljósmyndum frá tónleikunum.

Blur er í fínu formi eftir að hafa lokið Glastonbury-hátíðinni á Englandi um síðustu helgi með glæsibrag. Sveitin spilaði lög frá öllum ferli sínum, þar á meðal There"s No Other Way, Parklife, Country House og Song 2, við góðar undirtektir.

Gítarleikarinn Graham Coxon segir að hljómsveitin hafi aldrei verið betri, þökk sé langri pásu. „Við erum að spila betur en nokkru sinni fyrr. Ég veit ekki hvort við ætlum aftur í hljóðverið og ég vil ekki byggja upp neinar væntingar. Við ætlum bara að sjá til þess að allir skemmti sér og svo spáum við í afanginn síðar,“ sagði hann við NME. Coxon hætti í Blur á meðan á upptökum síðustu plötu sveitarinnar, Think Tank, stóð, árið 2003 en virðist nú vera til í tuskið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.