Lífið

Unnur Birna og Herdís leika á móti Ladda

Þær Herdís Þorvaldsdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir leika á móti Ladda í nýrri kvikmynd eftir Þorstein Gunnar Bjarnason.
Þær Herdís Þorvaldsdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir leika á móti Ladda í nýrri kvikmynd eftir Þorstein Gunnar Bjarnason.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru tökur hafnar á kvikmyndinni Jóhannes sem skartar þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Ladda í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnar Bjarnason og var tökuliðið statt í Breiðholtinu í gær. Um fjölskyldumynd er að ræða en hún segir frá degi í lífi manns þar sem allt fer öðruvísi en ætlað var. Þetta er fyrsta kvikmynd Þorsteins í fullri lengd og því kom mörgum á óvart að honum skyldi takast að fá bæði Ladda og Stefán Karl í mynd til sín.

Grínfélagarnir úr Hafnarfirðinum eru þó ekki einu stóru nöfnin sem koma við sögu í myndinni því meðal leikenda eru Guðrún Ásmundsdóttir, Stefán Hallur og Halldór Gylfason. Þá mun fyrrverandi Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, einnig leika í myndinni en hún þótti standa sig nokkuð vel í kvikmyndinni Stóra planið sem Ólafur Jóhannesson leikstýrði. Unnur hefur látið fara frekar lítið fyrir sér eftir að hafa verið kynnir í Bandinu hans Bubba og verður forvitnilegt að sjá hvernig henni tekst til í þessari mynd. Þá má geta þess að Herdís Þorvaldsdóttir leikur einnig í myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.