Lífið Þóra Björk í tónlist á eigin forsendum Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. Lífið 28.9.2009 06:00 Hefur selt 150 þúsund bækur í Þýskalandi Nýjasta glæpabók Viktors Arnars Ingólfssonar, Sólstjakar, kemur í verslanir 1. október. Bókin kemur út í Þýskalandi í vor á vegum útgefandans Lübbe, hins sama og gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar þar í landi. „Þýskaland er annar eða þriðji stærsti bókamarkaður heims og þar koma út níutíu þúsund titlar á ári. Bara það að komast í bókabúðirnar er afrek í sjálfu sér,“ segir Viktor, sem hefur selt bækur sínar í um 150 þúsund eintökum þar í landi. Lífið 28.9.2009 05:00 Noel til liðs við Kasabian Noel Gallagher virðist leiðast lífið eftir að hann yfirgaf Oasis fyrir skemmstu. Hann hefur nú ákveðið að ganga til liðs við hljómsveitina Kasabian á tónleikaferðalagi um Bretland. Noel er þó ekki formlega genginn í hljómsveitina, hann ætlar einungis að spila með vinum sínum á nokkrum tónleikum. „Hann er tónleikamaskína og elskar að koma fram, svo hann mun stökkva á hvert tækifæri til að vera með okkur,“ segir Tom Meighan, söngvari Kasabian. Lífið 28.9.2009 04:00 Yfir stöðuvatn í milljónaþætti „Þetta er sent út í beinni og það má ekkert klikka,“ segir torfærukappinn Gísli Gunnar Jónsson. Hann kemur fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Evrópu, Wetten Dass, á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF hinn þriðja október. Þar ætlar hann að aka bíl sínum um tvö hundruð metra yfir 80 metra djúpt stöðuvatn í beinni útsendingu. Rétt áður en hann leggur í svaðilförina geta áhorfendur veðjað um hvort honum takist ætlunarverkið eður ei. Lífið 28.9.2009 04:00 Nota dans sem tjáningarform „Hluti af verkefnum Dansflokksins er fræðsla almennings um listformið og við höfum reynt að sinna því meðal annars með því að halda ýmis námskeið. Við höfum verið að halda sérstök þriggja daga löng námskeið fyrir unglingsdrengi frá árinu 2005 og markmið námskeiðanna er að gefa drengjunum tækifæri til að kynnast listdansi,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Lífið 28.9.2009 03:00 Popp, rokk og sveitt partí Tónlistarhátíðin Réttir náði hámarki sínu um helgina. Trausti Júlíusson fylgdist áhugasamur með. Nóra hóf dagskrána á Nasa á föstudagskvöldið. Það heyrðist að þarna var ný sveit á ferð, en þrátt fyrir smá hik og óöryggi komust þau í bandinu ágætlega frá sínu. Efnileg poppsveit sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Strákarnir í Sing for Me Sandra voru þéttir og fullir af orku, en mættu vera aðeins djarfari í lagasmíðunum. Lífið 28.9.2009 02:00 Gulli Helga auglýsir eftir pari til að stunda kynlíf Gulli Helga sem stýrir morgunþættinum á Kananum ásamt heimasætunni Lísu Einarsdóttur lýsir eftir pari til að stunda kynlíf á hverjum degi dag í meira en einn mánuð. Lífið 27.9.2009 20:19 Polanski handtekinn fyrir 30 ára gamalt brot Kvikmyndagerðamaðurinn Roman Polanski var handtekinn í Sviss í gær vegna gruns um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða stúlku. Lífið 27.9.2009 11:56 Ber að ofan í Bollywoodveislu - myndir Fagnaðaralæti brutust út í Bollywoodveislu Yesmine Olsson í Veisluturninum í gærkvöldi þegar Arnar Grant mætti skyndilega ber að ofan og spilaði á flautu á meðan dansararnir sýndu listir sínar. Á meðfylgjandi myndum má sjá fjölda þekktra einstaklinga sem nutu Bollywoodveislunnar og snæddu indverskan mat af sérstökum snúningsdisk á hverju borði. Gulli Helga Kanakall, Elín Reynisdóttir stjörnusminka, Karl Berndsen hárgreiðslu- og förðunarmeistari, Ísak Freyr Helgason aðstoðarmaður Kalla, Yesmine Olsson dans og söngkona, Einar Bárða útvarpsstjóri og Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. Lífið 26.9.2009 08:45 Kominn í úrslit á Cannes með Formúlu 1-teiknimynd „Það er ekkert barnaefni sem tengist Formúlu 1-keppninni beint en við munum vonandi breyta því,“ segir Sigvaldi J. Kárason leikstjóri. Hann tekur nú þátt í sannkölluðu frumkvöðlaverkefni, teiknimyndaseríu sem nefnist Franco and Formula Fun. Þættirnir fjalla um strákinn Franco sem hverfur inn í Formúlu 1-heiminn og flýgur heimshornanna á milli í flugvélinni sinni. Um borð eru síðan formúlu-fun bílarnir og lætur Franco þá keppa á ævintýralegum brautum. Lífið 26.9.2009 06:00 Daðraði við dauðann Söngvarinn Robbie Williams hefur nú opnað sig í fyrsta sinn og rætt opinberlega um eiturlyfjaneyslu sína. Söngvarinn fór í meðferð árið 2007, eftir þriggja ára baráttu við eiturlyfjadjöfulinn. Lífið 26.9.2009 06:00 Stefán lögreglustjóri í Útsvari Spurningaþáttur sveitarfélaganna, Útsvar, hófst fyrir viku þegar lið Norðurþings lagði fulltrúa Reykjanesbæjar í æsispennandi keppni. Ljóst er að mörg sveitarfélögin ætla að leggja töluvert meiri metnað í keppnina nú en síðasta vetur þegar Kópavogsbær fagnaði sigri með eftirminnilegum hætti. Lífið 26.9.2009 06:00 Listdans um helgi Tvær danssýningar verða í boði um helgina: í Hafnarfjarðarleikhúsinu er á ferðinni gestasýning. Efnið – Barbara – er mörgum kunnugt hér bæði af samnefndri sögu og kvikmynd. Barbara er færeysk-dönsk sýning, afsprengi listræns samstarfs danska danshöfundarins Ingrid Tranum og færeyska tónskáldsins Trondar Bogasona. Sýningin er innblásin af skáldsögu Jörgens Fritz Jacobsen sem ber sama nafn og var valin framlag Dana á heimssýningu EXPO. Lífið 26.9.2009 05:30 Magnús Þór semur fyrir Fjallabræður „Fjallabræður og Magnús eiga einhvern veginn saman – við erum búnir að eignast nýjan bróður,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri vestfirska kórsins Fjallabræðra. Lífið 26.9.2009 05:30 Sveppi 2 á teikniborðinu Kvikmyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa var frumsýnd á fimmtudagskvöldið. Fjöldi ungmenna lagði leið sína í Álfabakka til að fylgjast með því þegar margar skærustu stjörnur barnanna gengu inn í kvikmyndahúsið eftir rauðum dregli. Lífið 26.9.2009 05:00 Fengu hjálp frá Grammy-hafa Skagahljómsveitin Cosmic Call gaf nýverið út sjö laga plötu sem er sú fyrsta úr hennar herbúðum. Grammy-verðlaunahafinn Richard Dodd, sem hefur unnið með listamönnum á borð við Green Day, Kings of Leon, Red Hot Chili Peppers og George Harrison, sá um að leggja lokahönd á gripinn. Cosmic Call og Sigurður Ingvar Þorvaldsson stjórnuðu upptökum. Lífið 26.9.2009 04:15 TEKIST Á VIÐ INNRI ÓTTANN Mikil gróska er í kringum Leikhúsbatteríið. Nýtt verk verður frumsýnt þar á morgun. Lífið 26.9.2009 04:00 Sýning á myndum Kertész Í dag verður opnuð sýning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á verkum eins mesta ljósmyndara allra tíma, André Kertész, og nefnist hún Frakkland - landið mitt (Ma France). Sýningin kemur frá hinu virta safni Jeu de Paume í París. André Kertész var Ungverji. Lífið 26.9.2009 04:00 Mun ekki bæta á sig Renée Zellweger hefur tekið að sér að leika í þriðju kvikmyndinni um hina seinheppnu Bridget Jones. Í þetta sinn mun leikkonan þó ekki bæta á sig fyrir hlutverkið heldur mun hún klæðast sérstökum búningi. Lífið 26.9.2009 03:30 Fyrsta platan í 20 ár Breska eitíshljómsveitin Spandau Ballet ætlar í nóvember að gefa út sína fyrstu plötu í tuttugu ár. Platan nefnist Once More og er titillag hennar á leið í útvarpsspilun. Lífið 26.9.2009 03:15 Út í kött Sýningar Lýðveldisleikhússins á barnaleikritinu Út í kött! hefjast að nýju um helgina í Gerðubergi. Út í kött! er nýr dans- og söngleikur fyrir börn á öllum aldri sem var frumsýndur síðastliðið vor. Verkið er ævintýraleikur og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu og ævintýraheima. Skólum, leikskólum og foreldrafélögum gefst kostur á að kaupa sýningar á sérstökum afsláttarkjörum og geta þeir sent fulltrúa sína á sýningarnar um helgina í Gerðubergi til að kynna sér verkið. Sýningarnar verða í dag og á morgun og hefjast kl. 14. Lífið 26.9.2009 03:00 Ólafur fær góða dóma Ólafur Arnalds fær átta í einkunn af tíu mögulegum hjá breska tímaritinu Clash Music fyrir plötu sína Found Songs. Á plötunni er safn laga sem Ólafur samdi í vor á óvenjulegan hátt. Hann samdi þau til á píanó, tók upp og gaf út eitt lag á Netinu ókeypis á hverjum degi í heila viku. Lífið 26.9.2009 02:30 Ganga 450 kílómetra til Reykjavíkur til að kaupa ís „Þetta var nú bara hugmynd sem við vorum að gantast með í sumar, að ganga frá Ísafirði til Reykjavíkur til að kaupa ís. Svo létum við slag standa!“ Þetta segir Jón Björnsson, sem ásamt Hjálmari Forna Steingrímssyni lagði af stað fótgangandi til Reykjavíkur á fimmtudaginn í síðustu viku. Lífið 26.9.2009 02:15 Þungavigtarfólk í dómnefnd „Ég held að hún hafi sjaldan verið jafnflott dómnefndin á Nordisk Panorama,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem stendur yfir fram í næstu viku. „Ísland virðist trekkja að stærri nöfn en hin Norðurlöndin.“ Lífið 26.9.2009 02:00 Rope Yoga-setrið opnar útibú í Arizona „Við erum að fara bjóða upp á þessa Glómotion-þjálfun sem ég notaði meðal annars með Kim Basinger og Brandon Routh," segir Guðni Gunnarsson, Rope Yoga-gúrú okkar Íslendinga. Guðni vakti mikla athygli á sínum tíma þegar fjölmiðlar greindu frá því að áðurnefndir leikarar væru meðal skjólstæðinga hans í Hollywood þar sem hann bjó í sextán ár. Lífið 26.9.2009 01:30 Guðjón í ASÍ Í dag opnar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður sýningu í Listasafni ASÍ á Skólavörðuholti í Ásmundarsal. Á sýningunni sýnir Guðjón nýja skúlptúra og teikningar, þar sem hann tekur fyrir byggingarrými og húsgögn, hlutverk þeirra og hliðstæður við mannslíkamann. Lífið 26.9.2009 01:15 Örsmáar lífverur á kaffihúsi Bogi Jónsson þrjóskast við að halda eign sinni á Hliði á Álftanesi. Þar var hann búinn að koma upp veitingahúsi og nuddstofu á myntkörfulánum rétt áður en allt hrundi. „Jú jú, það er allt í hálfgerðri stórsteik ennþá og það þarf kraftaverk til að maður verði ekki gjaldþrota. En maður þrjóskast við,“ segir Bogi. Lífið 26.9.2009 01:00 Þríhjólaþjófur sigraði fangavaktarleikinn Sigurvergari fangavaktarleiksins heitir Stefán Pálsson en hann ásamt nokkrum öðrum, létu loka sig inn í fangaklefa í Kringlunni. Þar hafa þau mátt dúsa síðan á miðvikudaginn. Lífið 25.9.2009 19:00 Ég borða víst - myndir Victoria Beckham, 35 ára, var harðlega gagnrýnd fyrir að vera áberandi horuð á tískuvikunni í London. Hún opnaði sig við breska fjölmiðla: „Það er óábyrgt að vera með líkamsvöxtinn minn á heilanum. Ég borða heilsusamlega, lifi heilbrigðu lífi og er full af orku." Í gær flaug hún frá London til fjölskyldunnar í Los Angeles. Lífið 25.9.2009 12:30 Fallega fólkið fílar Eyfa - myndir Í gærkvöldi tók Eyjólfur Kristjánsson, oftast nefndur Eyfi, nokkur vel valin lög fyrir fallega fólkið sem skemmti sér stórvel á Pósthúsinu vínbar Pósthússtræti í gærkvöldi eins og myndirnar sýna greinilega. Eyfi skapaði gríðarlega góða stemningu og mun halda áframað skemmta gestu Pósthússins öll fimmtudagskvöld í vetur. Lífið 25.9.2009 11:25 « ‹ ›
Þóra Björk í tónlist á eigin forsendum Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. Lífið 28.9.2009 06:00
Hefur selt 150 þúsund bækur í Þýskalandi Nýjasta glæpabók Viktors Arnars Ingólfssonar, Sólstjakar, kemur í verslanir 1. október. Bókin kemur út í Þýskalandi í vor á vegum útgefandans Lübbe, hins sama og gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar þar í landi. „Þýskaland er annar eða þriðji stærsti bókamarkaður heims og þar koma út níutíu þúsund titlar á ári. Bara það að komast í bókabúðirnar er afrek í sjálfu sér,“ segir Viktor, sem hefur selt bækur sínar í um 150 þúsund eintökum þar í landi. Lífið 28.9.2009 05:00
Noel til liðs við Kasabian Noel Gallagher virðist leiðast lífið eftir að hann yfirgaf Oasis fyrir skemmstu. Hann hefur nú ákveðið að ganga til liðs við hljómsveitina Kasabian á tónleikaferðalagi um Bretland. Noel er þó ekki formlega genginn í hljómsveitina, hann ætlar einungis að spila með vinum sínum á nokkrum tónleikum. „Hann er tónleikamaskína og elskar að koma fram, svo hann mun stökkva á hvert tækifæri til að vera með okkur,“ segir Tom Meighan, söngvari Kasabian. Lífið 28.9.2009 04:00
Yfir stöðuvatn í milljónaþætti „Þetta er sent út í beinni og það má ekkert klikka,“ segir torfærukappinn Gísli Gunnar Jónsson. Hann kemur fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Evrópu, Wetten Dass, á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF hinn þriðja október. Þar ætlar hann að aka bíl sínum um tvö hundruð metra yfir 80 metra djúpt stöðuvatn í beinni útsendingu. Rétt áður en hann leggur í svaðilförina geta áhorfendur veðjað um hvort honum takist ætlunarverkið eður ei. Lífið 28.9.2009 04:00
Nota dans sem tjáningarform „Hluti af verkefnum Dansflokksins er fræðsla almennings um listformið og við höfum reynt að sinna því meðal annars með því að halda ýmis námskeið. Við höfum verið að halda sérstök þriggja daga löng námskeið fyrir unglingsdrengi frá árinu 2005 og markmið námskeiðanna er að gefa drengjunum tækifæri til að kynnast listdansi,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Lífið 28.9.2009 03:00
Popp, rokk og sveitt partí Tónlistarhátíðin Réttir náði hámarki sínu um helgina. Trausti Júlíusson fylgdist áhugasamur með. Nóra hóf dagskrána á Nasa á föstudagskvöldið. Það heyrðist að þarna var ný sveit á ferð, en þrátt fyrir smá hik og óöryggi komust þau í bandinu ágætlega frá sínu. Efnileg poppsveit sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Strákarnir í Sing for Me Sandra voru þéttir og fullir af orku, en mættu vera aðeins djarfari í lagasmíðunum. Lífið 28.9.2009 02:00
Gulli Helga auglýsir eftir pari til að stunda kynlíf Gulli Helga sem stýrir morgunþættinum á Kananum ásamt heimasætunni Lísu Einarsdóttur lýsir eftir pari til að stunda kynlíf á hverjum degi dag í meira en einn mánuð. Lífið 27.9.2009 20:19
Polanski handtekinn fyrir 30 ára gamalt brot Kvikmyndagerðamaðurinn Roman Polanski var handtekinn í Sviss í gær vegna gruns um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða stúlku. Lífið 27.9.2009 11:56
Ber að ofan í Bollywoodveislu - myndir Fagnaðaralæti brutust út í Bollywoodveislu Yesmine Olsson í Veisluturninum í gærkvöldi þegar Arnar Grant mætti skyndilega ber að ofan og spilaði á flautu á meðan dansararnir sýndu listir sínar. Á meðfylgjandi myndum má sjá fjölda þekktra einstaklinga sem nutu Bollywoodveislunnar og snæddu indverskan mat af sérstökum snúningsdisk á hverju borði. Gulli Helga Kanakall, Elín Reynisdóttir stjörnusminka, Karl Berndsen hárgreiðslu- og förðunarmeistari, Ísak Freyr Helgason aðstoðarmaður Kalla, Yesmine Olsson dans og söngkona, Einar Bárða útvarpsstjóri og Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. Lífið 26.9.2009 08:45
Kominn í úrslit á Cannes með Formúlu 1-teiknimynd „Það er ekkert barnaefni sem tengist Formúlu 1-keppninni beint en við munum vonandi breyta því,“ segir Sigvaldi J. Kárason leikstjóri. Hann tekur nú þátt í sannkölluðu frumkvöðlaverkefni, teiknimyndaseríu sem nefnist Franco and Formula Fun. Þættirnir fjalla um strákinn Franco sem hverfur inn í Formúlu 1-heiminn og flýgur heimshornanna á milli í flugvélinni sinni. Um borð eru síðan formúlu-fun bílarnir og lætur Franco þá keppa á ævintýralegum brautum. Lífið 26.9.2009 06:00
Daðraði við dauðann Söngvarinn Robbie Williams hefur nú opnað sig í fyrsta sinn og rætt opinberlega um eiturlyfjaneyslu sína. Söngvarinn fór í meðferð árið 2007, eftir þriggja ára baráttu við eiturlyfjadjöfulinn. Lífið 26.9.2009 06:00
Stefán lögreglustjóri í Útsvari Spurningaþáttur sveitarfélaganna, Útsvar, hófst fyrir viku þegar lið Norðurþings lagði fulltrúa Reykjanesbæjar í æsispennandi keppni. Ljóst er að mörg sveitarfélögin ætla að leggja töluvert meiri metnað í keppnina nú en síðasta vetur þegar Kópavogsbær fagnaði sigri með eftirminnilegum hætti. Lífið 26.9.2009 06:00
Listdans um helgi Tvær danssýningar verða í boði um helgina: í Hafnarfjarðarleikhúsinu er á ferðinni gestasýning. Efnið – Barbara – er mörgum kunnugt hér bæði af samnefndri sögu og kvikmynd. Barbara er færeysk-dönsk sýning, afsprengi listræns samstarfs danska danshöfundarins Ingrid Tranum og færeyska tónskáldsins Trondar Bogasona. Sýningin er innblásin af skáldsögu Jörgens Fritz Jacobsen sem ber sama nafn og var valin framlag Dana á heimssýningu EXPO. Lífið 26.9.2009 05:30
Magnús Þór semur fyrir Fjallabræður „Fjallabræður og Magnús eiga einhvern veginn saman – við erum búnir að eignast nýjan bróður,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri vestfirska kórsins Fjallabræðra. Lífið 26.9.2009 05:30
Sveppi 2 á teikniborðinu Kvikmyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa var frumsýnd á fimmtudagskvöldið. Fjöldi ungmenna lagði leið sína í Álfabakka til að fylgjast með því þegar margar skærustu stjörnur barnanna gengu inn í kvikmyndahúsið eftir rauðum dregli. Lífið 26.9.2009 05:00
Fengu hjálp frá Grammy-hafa Skagahljómsveitin Cosmic Call gaf nýverið út sjö laga plötu sem er sú fyrsta úr hennar herbúðum. Grammy-verðlaunahafinn Richard Dodd, sem hefur unnið með listamönnum á borð við Green Day, Kings of Leon, Red Hot Chili Peppers og George Harrison, sá um að leggja lokahönd á gripinn. Cosmic Call og Sigurður Ingvar Þorvaldsson stjórnuðu upptökum. Lífið 26.9.2009 04:15
TEKIST Á VIÐ INNRI ÓTTANN Mikil gróska er í kringum Leikhúsbatteríið. Nýtt verk verður frumsýnt þar á morgun. Lífið 26.9.2009 04:00
Sýning á myndum Kertész Í dag verður opnuð sýning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á verkum eins mesta ljósmyndara allra tíma, André Kertész, og nefnist hún Frakkland - landið mitt (Ma France). Sýningin kemur frá hinu virta safni Jeu de Paume í París. André Kertész var Ungverji. Lífið 26.9.2009 04:00
Mun ekki bæta á sig Renée Zellweger hefur tekið að sér að leika í þriðju kvikmyndinni um hina seinheppnu Bridget Jones. Í þetta sinn mun leikkonan þó ekki bæta á sig fyrir hlutverkið heldur mun hún klæðast sérstökum búningi. Lífið 26.9.2009 03:30
Fyrsta platan í 20 ár Breska eitíshljómsveitin Spandau Ballet ætlar í nóvember að gefa út sína fyrstu plötu í tuttugu ár. Platan nefnist Once More og er titillag hennar á leið í útvarpsspilun. Lífið 26.9.2009 03:15
Út í kött Sýningar Lýðveldisleikhússins á barnaleikritinu Út í kött! hefjast að nýju um helgina í Gerðubergi. Út í kött! er nýr dans- og söngleikur fyrir börn á öllum aldri sem var frumsýndur síðastliðið vor. Verkið er ævintýraleikur og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu og ævintýraheima. Skólum, leikskólum og foreldrafélögum gefst kostur á að kaupa sýningar á sérstökum afsláttarkjörum og geta þeir sent fulltrúa sína á sýningarnar um helgina í Gerðubergi til að kynna sér verkið. Sýningarnar verða í dag og á morgun og hefjast kl. 14. Lífið 26.9.2009 03:00
Ólafur fær góða dóma Ólafur Arnalds fær átta í einkunn af tíu mögulegum hjá breska tímaritinu Clash Music fyrir plötu sína Found Songs. Á plötunni er safn laga sem Ólafur samdi í vor á óvenjulegan hátt. Hann samdi þau til á píanó, tók upp og gaf út eitt lag á Netinu ókeypis á hverjum degi í heila viku. Lífið 26.9.2009 02:30
Ganga 450 kílómetra til Reykjavíkur til að kaupa ís „Þetta var nú bara hugmynd sem við vorum að gantast með í sumar, að ganga frá Ísafirði til Reykjavíkur til að kaupa ís. Svo létum við slag standa!“ Þetta segir Jón Björnsson, sem ásamt Hjálmari Forna Steingrímssyni lagði af stað fótgangandi til Reykjavíkur á fimmtudaginn í síðustu viku. Lífið 26.9.2009 02:15
Þungavigtarfólk í dómnefnd „Ég held að hún hafi sjaldan verið jafnflott dómnefndin á Nordisk Panorama,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem stendur yfir fram í næstu viku. „Ísland virðist trekkja að stærri nöfn en hin Norðurlöndin.“ Lífið 26.9.2009 02:00
Rope Yoga-setrið opnar útibú í Arizona „Við erum að fara bjóða upp á þessa Glómotion-þjálfun sem ég notaði meðal annars með Kim Basinger og Brandon Routh," segir Guðni Gunnarsson, Rope Yoga-gúrú okkar Íslendinga. Guðni vakti mikla athygli á sínum tíma þegar fjölmiðlar greindu frá því að áðurnefndir leikarar væru meðal skjólstæðinga hans í Hollywood þar sem hann bjó í sextán ár. Lífið 26.9.2009 01:30
Guðjón í ASÍ Í dag opnar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður sýningu í Listasafni ASÍ á Skólavörðuholti í Ásmundarsal. Á sýningunni sýnir Guðjón nýja skúlptúra og teikningar, þar sem hann tekur fyrir byggingarrými og húsgögn, hlutverk þeirra og hliðstæður við mannslíkamann. Lífið 26.9.2009 01:15
Örsmáar lífverur á kaffihúsi Bogi Jónsson þrjóskast við að halda eign sinni á Hliði á Álftanesi. Þar var hann búinn að koma upp veitingahúsi og nuddstofu á myntkörfulánum rétt áður en allt hrundi. „Jú jú, það er allt í hálfgerðri stórsteik ennþá og það þarf kraftaverk til að maður verði ekki gjaldþrota. En maður þrjóskast við,“ segir Bogi. Lífið 26.9.2009 01:00
Þríhjólaþjófur sigraði fangavaktarleikinn Sigurvergari fangavaktarleiksins heitir Stefán Pálsson en hann ásamt nokkrum öðrum, létu loka sig inn í fangaklefa í Kringlunni. Þar hafa þau mátt dúsa síðan á miðvikudaginn. Lífið 25.9.2009 19:00
Ég borða víst - myndir Victoria Beckham, 35 ára, var harðlega gagnrýnd fyrir að vera áberandi horuð á tískuvikunni í London. Hún opnaði sig við breska fjölmiðla: „Það er óábyrgt að vera með líkamsvöxtinn minn á heilanum. Ég borða heilsusamlega, lifi heilbrigðu lífi og er full af orku." Í gær flaug hún frá London til fjölskyldunnar í Los Angeles. Lífið 25.9.2009 12:30
Fallega fólkið fílar Eyfa - myndir Í gærkvöldi tók Eyjólfur Kristjánsson, oftast nefndur Eyfi, nokkur vel valin lög fyrir fallega fólkið sem skemmti sér stórvel á Pósthúsinu vínbar Pósthússtræti í gærkvöldi eins og myndirnar sýna greinilega. Eyfi skapaði gríðarlega góða stemningu og mun halda áframað skemmta gestu Pósthússins öll fimmtudagskvöld í vetur. Lífið 25.9.2009 11:25