Lífið

Listdans um helgi

Listdans Fjölskyldusýning Íslenska dansflokksins er ætluð allri fjölskyldunni og verður á fjölum næstu fjóra sunnudaga.mynd/íd.
Listdans Fjölskyldusýning Íslenska dansflokksins er ætluð allri fjölskyldunni og verður á fjölum næstu fjóra sunnudaga.mynd/íd.

Tvær danssýningar verða í boði um helgina: í Hafnarfjarðarleikhúsinu er á ferðinni gestasýning. Efnið – Barbara – er mörgum kunnugt hér bæði af samnefndri sögu og kvikmynd. Barbara er færeysk-dönsk sýning, afsprengi listræns samstarfs danska danshöfundarins Ingrid Tranum og færeyska tónskáldsins Trondar Bogasona. Sýningin er innblásin af skáldsögu Jörgens Fritz Jacobsen sem ber sama nafn og var valin framlag Dana á heimssýningu EXPO.

Danssýningin var frumsýnd á EXPO, heimssýningunni í Zaragoza sumarið 2008. Uppfærslan er unnin í samvinnu danska dansleikhússins, Saga Dance Dance Art Collective og færeyska kórsins Mpiri. Héðan fer sýningin til Færeyja og verður sýnd í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Tvær sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu verða 26. og 27. september.

Á sunnudagskvöld hefjast sýningar á Fjölskyldusýningu Íslenska dansflokksins en þar má líta aðgengileg og skemmtileg brot úr verkum á sýningarskrá flokksins. Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og er markmiðið að kynna nútímadans fyrir fólki og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Þess vegna er börnum 12 ára og yngri boðið ókeypis inn á sýninguna og 13-16 ára fá miðann á hálfvirði.

- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.