Lífið

Daðraði við dauðann

Opnar sig Robbie Williams barðist við eiturlyfjadjöfulinn um nokkurt skeið.
Opnar sig Robbie Williams barðist við eiturlyfjadjöfulinn um nokkurt skeið.

Söngvarinn Robbie Williams hefur nú opnað sig í fyrsta sinn og rætt opinberlega um eiturlyfjaneyslu sína. Söngvarinn fór í meðferð árið 2007, eftir þriggja ára baráttu við eiturlyfjadjöfulinn.

„Robbie Williams fer ekki í meðferð vegna þess að líf hans fór aðeins úr skorðum. Þetta var mjög alvarlegt ástand. Dauðinn þurfti að knýja dyra hjá mér til að ég áttaði mig á því að ég yrði að fá hjálp," sagði söngvarinn.

Williams og bandaríska leikkonan Ayda Field hafa verið saman um nokkurt skeið og segir hann að hún aðstoði hann við að halda sér á beinu brautinni. „Hún reyndi ekki að breyta mér og við það breyttist ég til hins betra."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.