Lífið

Polanski handtekinn fyrir 30 ára gamalt brot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kvikmyndagerðamaðurinn Roman Polanski var handtekinn í Sviss í gær vegna gruns um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða stúlku. Það sem er merkilegast við málið er ef til vill það að handtökuheimild gegn Polanski var gefin út árið 1978 vegna málsins. Málið er því 31 árs gamalt. Polanski var staddur í Sviss til þess að taka á móti heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndanna á kvikmyndahátíð í Zurich.

Polanski er grunaður um að hafa á áttunda áratugnum gefið 13 ára gamalli stúlku í Hollywood fíkniefni og áfengi og stundað kynlíf með henni. Polanski hélt því sjálfur fram að stúlkan hefði gefið samþykki sitt og þetta hefði ekki verið hennar fyrstu kynni af kynlífi. Hann sat í 42 daga í fangelsi, undirgekkst geðrannsókn en flýði svo Bandaríkin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.