Yfir stöðuvatn í milljónaþætti 28. september 2009 04:00 Gísli Gunnar Jónsson fagnar sigri í keppni í Noregi fyrir þremur árum. Hann kemur fram í þættinum Wetten Dass 3. október. Mynd/gísli „Þetta er sent út í beinni og það má ekkert klikka,“ segir torfærukappinn Gísli Gunnar Jónsson. Hann kemur fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Evrópu, Wetten Dass, á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF hinn þriðja október. Þar ætlar hann að aka bíl sínum um tvö hundruð metra yfir 80 metra djúpt stöðuvatn í beinni útsendingu. Rétt áður en hann leggur í svaðilförina geta áhorfendur veðjað um hvort honum takist ætlunarverkið eður ei. Gísli býst við því að bruna örugglega yfir vatnið á jeppanum, sem áður hét Kókómjólkin, þó svo að vegalengdin sé sú lengsta sem hann hafi farið til þessa. „Nema það verði skyndileg bilun, þá sekkur hann bara. En það er settur neyðarkútur á hann þannig að hann sökkvi ekki niður og dragi mann til kölska.“ Eftir áhættuatriðið verður bílinn dreginn inn á sjónvarpspall þar sem Gísli verður tekinn tali. Wetten Dass hefur verið á dagskrá ZDF í áratugi og áhorfið á hann mun vera það næstmesta í Evrópu á eftir Eurovision-keppninni, eða sem nemur yfir þrjátíu milljónum áhorfenda. „Ég hef aldrei prófað neitt í líkingu við þetta. Þetta er náttúrulega risabatterí,“ segir Gísli, sem er margfaldur Íslandsmeistari í torfæruakstri og fyrrverandi heimsmeistari. Gísli kom fyrir nokkrum árum fram í þættinum Top Gear þar sem hann keyrði einmitt yfir vatn. „Það var heilmikil umfjöllun og þeir sáu þetta og höfðu samband við mig,“ segir hann um forsvarsmenn Wetten Dass. Búið er að smíða nýjan mótor fyrir jeppann vegna þáttarins í von um að hann haldi út alla tvö hundruð metrana í vatninu. „Það er þverhnípt niður og maður verður bara að vera snöggur,“ segir Gísli, hvergi banginn. - fb Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Þetta er sent út í beinni og það má ekkert klikka,“ segir torfærukappinn Gísli Gunnar Jónsson. Hann kemur fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Evrópu, Wetten Dass, á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF hinn þriðja október. Þar ætlar hann að aka bíl sínum um tvö hundruð metra yfir 80 metra djúpt stöðuvatn í beinni útsendingu. Rétt áður en hann leggur í svaðilförina geta áhorfendur veðjað um hvort honum takist ætlunarverkið eður ei. Gísli býst við því að bruna örugglega yfir vatnið á jeppanum, sem áður hét Kókómjólkin, þó svo að vegalengdin sé sú lengsta sem hann hafi farið til þessa. „Nema það verði skyndileg bilun, þá sekkur hann bara. En það er settur neyðarkútur á hann þannig að hann sökkvi ekki niður og dragi mann til kölska.“ Eftir áhættuatriðið verður bílinn dreginn inn á sjónvarpspall þar sem Gísli verður tekinn tali. Wetten Dass hefur verið á dagskrá ZDF í áratugi og áhorfið á hann mun vera það næstmesta í Evrópu á eftir Eurovision-keppninni, eða sem nemur yfir þrjátíu milljónum áhorfenda. „Ég hef aldrei prófað neitt í líkingu við þetta. Þetta er náttúrulega risabatterí,“ segir Gísli, sem er margfaldur Íslandsmeistari í torfæruakstri og fyrrverandi heimsmeistari. Gísli kom fyrir nokkrum árum fram í þættinum Top Gear þar sem hann keyrði einmitt yfir vatn. „Það var heilmikil umfjöllun og þeir sáu þetta og höfðu samband við mig,“ segir hann um forsvarsmenn Wetten Dass. Búið er að smíða nýjan mótor fyrir jeppann vegna þáttarins í von um að hann haldi út alla tvö hundruð metrana í vatninu. „Það er þverhnípt niður og maður verður bara að vera snöggur,“ segir Gísli, hvergi banginn. - fb
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira