Sýning á myndum Kertész 26. september 2009 04:00 André Kertész. Í dag verður opnuð sýning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á verkum eins mesta ljósmyndara allra tíma, André Kertész, og nefnist hún Frakkland - landið mitt (Ma France). Sýningin kemur frá hinu virta safni Jeu de Paume í París. André Kertész var Ungverji. Hann kom til Parísar árið 1925, sem á þeim tíma var borg ljóðskálda og listmálara. Á næstu árum myndaði hann París og mannfólkið þar og skóp hina klassísku og sílifandi mynd af borginni sem háborg áranna milli stríða. Hinar klassísku ljósmyndir hans af Eiffel-turninum, vinnustofu Mondrians og hin einstaka ljósmynd af dansmey í skopstælingum voru upphaf stíls sem meðal annars starfsfélagar hans og samtímamenn, Brassaï og Cartier-Bresson, tóku upp. „Allt sem við höfum gert gerði Kertész á undan okkur," sagði Cartier-Bresson eitt sinn um kollega sinn en hinn lýríski stíll Kertész varð til þess að hann var stundum kallaður „ljóðskáldið með myndavélina". André Kertész fæddist í Búdapest árið 1894. Hann tók sína fyrstu ljósmynd árið 1912 og tók fjölmargar myndir af ættingjum sínum og vinum sem og sveitum Ungverjalands. Eftir stríðið settist hann að í París og komst í Montparnasse-hverfinu í kynni við ungverska listamenn og margt af þekktasta fólkinu í bókmennta- og listheiminum (Mondrian, Eisenstein, Chagall, Calder, Zadkine, Tzara, Colette). Hann var einn af fyrstu ljósmyndurunum sem notuðu 35 mm myndavél af Leica-gerð og nýtti sér hið myndræna frelsi sem þessi merka myndavélartegund bauð upp á. Ljósmyndir hans voru víða birtar í frönskum fjölmiðlum (Vu, Art et Médecine) og í Þýskalandi (Uhu, Frankfurter Illustrierte). Árið 1933 gerði hann hina frægu myndröð sína Afmyndanir (Distortions). Árið 1936 þegar hann var á hátindi síns listræna ferils ákvað hann að flytja til New York. Frá árinu 1949 starfaði André Kertész fyrir ritstjóra Condé Nast-útgáfufyrirtækisins og voru myndir hans birtar reglulega í tímaritinu House and Garden. Snemma á sjötta áratugnum fór hann að taka myndir í lit. Hann tók myndir af hverfinu sem hann bjó í og færði sig smám saman af strætunum og tók að ljósmynda úr glugganum á íbúðinni sinni sem sneri að Washington Square. Árið 1963 fundust í Suður-Frakklandi filmur hans frá þeim tíma er hann bjó í Ungverjalandi og Frakklandi. Hann nýtur mikillar virðingar um allan heim fyrir hæfileika sína, sínar fjölmörgu sýningar sem og bækur sínar með röðum mynda.pbb@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Í dag verður opnuð sýning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á verkum eins mesta ljósmyndara allra tíma, André Kertész, og nefnist hún Frakkland - landið mitt (Ma France). Sýningin kemur frá hinu virta safni Jeu de Paume í París. André Kertész var Ungverji. Hann kom til Parísar árið 1925, sem á þeim tíma var borg ljóðskálda og listmálara. Á næstu árum myndaði hann París og mannfólkið þar og skóp hina klassísku og sílifandi mynd af borginni sem háborg áranna milli stríða. Hinar klassísku ljósmyndir hans af Eiffel-turninum, vinnustofu Mondrians og hin einstaka ljósmynd af dansmey í skopstælingum voru upphaf stíls sem meðal annars starfsfélagar hans og samtímamenn, Brassaï og Cartier-Bresson, tóku upp. „Allt sem við höfum gert gerði Kertész á undan okkur," sagði Cartier-Bresson eitt sinn um kollega sinn en hinn lýríski stíll Kertész varð til þess að hann var stundum kallaður „ljóðskáldið með myndavélina". André Kertész fæddist í Búdapest árið 1894. Hann tók sína fyrstu ljósmynd árið 1912 og tók fjölmargar myndir af ættingjum sínum og vinum sem og sveitum Ungverjalands. Eftir stríðið settist hann að í París og komst í Montparnasse-hverfinu í kynni við ungverska listamenn og margt af þekktasta fólkinu í bókmennta- og listheiminum (Mondrian, Eisenstein, Chagall, Calder, Zadkine, Tzara, Colette). Hann var einn af fyrstu ljósmyndurunum sem notuðu 35 mm myndavél af Leica-gerð og nýtti sér hið myndræna frelsi sem þessi merka myndavélartegund bauð upp á. Ljósmyndir hans voru víða birtar í frönskum fjölmiðlum (Vu, Art et Médecine) og í Þýskalandi (Uhu, Frankfurter Illustrierte). Árið 1933 gerði hann hina frægu myndröð sína Afmyndanir (Distortions). Árið 1936 þegar hann var á hátindi síns listræna ferils ákvað hann að flytja til New York. Frá árinu 1949 starfaði André Kertész fyrir ritstjóra Condé Nast-útgáfufyrirtækisins og voru myndir hans birtar reglulega í tímaritinu House and Garden. Snemma á sjötta áratugnum fór hann að taka myndir í lit. Hann tók myndir af hverfinu sem hann bjó í og færði sig smám saman af strætunum og tók að ljósmynda úr glugganum á íbúðinni sinni sem sneri að Washington Square. Árið 1963 fundust í Suður-Frakklandi filmur hans frá þeim tíma er hann bjó í Ungverjalandi og Frakklandi. Hann nýtur mikillar virðingar um allan heim fyrir hæfileika sína, sínar fjölmörgu sýningar sem og bækur sínar með röðum mynda.pbb@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira