Íslenski boltinn

Þórhallur Dan: Hefðum geta sett allt á annan endann í Lengjunni

„Ég er búinn að vera berjast við tognun í læri síðustu tvær vikur en svo kom þarna einn sprettur og ég fórnaði mér greinilega aðeins of mikið," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrirliði Hauka, en hann þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks er Haukar kræktu í jafntefli gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Framsigur án glæsibrags

Framarar fengu sannkallaða óskabyrjun á Íslandsmótinu en þeir unnu ÍBV 2-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Eyjamönnum að komast í bæinn og leikur þeirra gegn Fram var einnig langt frá því vandræðalaus.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fylkir eyðilagði partýið á Selfossi

Það var mikil stemning á gervigrasinu á Selfossi í kvöld er fyrsti úrvalsdeildarleikurinn í fótbolta var spilaður í bænum. Áhorfendur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra strax frá upphafi. Það dugði ekki til því Fylkir vann leikinn, 1-3.

Íslenski boltinn

5 tímar í fyrsta leik: Heimir hefur unnið ellefu leiki í röð gegn Val

Valur og FH leika í kvöld opnunarleikinn í Pepsi-deild karla þegar Íslandsmeistarar síðustu sex tímabila mætast á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einn maður sem verður í aðalhlutverki í kvöld þekkir nánast ekkert annað en að taka þrjú stig út úr leikjum á móti Val.

Íslenski boltinn

KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í ár

Karlaliði KR og kvennaliði Vals var spáð sigri í Pepsi-deildum karla og kvenna í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna en spáin var tilkynnt nú áðan á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói.

Íslenski boltinn