Íslenski boltinn

Sævar Þór: Draumur rættist hjá mér í dag

Henry Birgir Gunnarsson á Selfossi skrifar
Hinn efnilegi Guðmundur Þórarinsson átti nokkra lipra spretti í kvöld fyrir Selfoss.
Hinn efnilegi Guðmundur Þórarinsson átti nokkra lipra spretti í kvöld fyrir Selfoss.

Gamla brýnið Sævar Þór Gíslason, leikmaður Selfoss, átti lipra spretti með uppeldisfélagi sínu í kvöld er það lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Sævar skoraði þess utan fyrsta mark félagsins í efstu deild.

„Fyrri hálfleikur var flottur hjá okkur og við sáttir að ganga til leikhlés með 0-0. Við vorum ákveðnir þá að halda bara áfram að láta finna fyrir okkur. Við fáum þá á okkur klaufamark strax í upphafi hálfleiksins og ég var ekki nógu sáttur við að annað markið hafi fengið að standa en ætla ekki að tjá mig um það," sagði Sævar sem var þrátt fyrir tapið bjartsýnn á framhaldið.

„Þetta er allt á réttri leið og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu. Vissulega vantaði að skapa meira í dag en það kemur," sagði Sævar sem var stoltur af því að hafa fengið að taka þátt í þessum leik.

„Það er auðvitað draumur að fá að leiða uppeldisfélagið sig inn á völlinn í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. Sjáðu bara hvað þetta var magnað, það mættu 1.400 manns sem er geggjað. Við munum hala inn stig fyrir þessa áhorfendur síðar í sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×