Umfjöllun: Sanngjörn niðurstaða á Hlíðarenda Elvar Geir Magnússon skrifar 10. maí 2010 18:15 Gunnar Már Guðmundsson í baráttu við Hauk Pál Sigurðsson í kvöld. Mynd/Stefán Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Valur og FH skildu jöfn, 2-2, í opnunarleik Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld, en Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum. Jafnræði var með liðunum í leiknum og jafnteflið sanngjörn niðurstaða. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en fyrsta alvöru færið fengu heimamenn. Arnar Sveinn Geirsson sendi þá á danska sóknarmanninn Danni König sem var kominn í ákjósanlegt færi en Gunnleifur Gunnleifsson varði í markinu. Arnar lagði svo aftur upp á König á 36. mínútu en að þessu sinni náði Gunnleifur ekki að verja og staðan orðin 1-0. Fram að þessu marki hafði ekki mikið merkilegt gerst en markið opnaði leikinn. Aðeins þremur mínútum eftir mark König náði FH að jafna í 1-1. Atli Viðar Björnsson skoraði eftir að Hákon Atli Hallfreðsson hafði vippað boltanum skemmtilega yfir vörn Valsmanna. FH-ingar voru síðan sterkara liðið út hálfleikinn en staðan 1-1 þegar Kristinn Jakobsson flautaði til hálfleiks. Valsmenn lögðu sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum og komust yfir á 66. mínútu. Varnarlína FH var ansi óörugg í leiknum og Freyr Bjarnason gerði herfileg mistök sem kostaði mark. Arnar Sveinn kórónaði flottan leik sinn með því að skora. En FH-ingar áttu lokaorðið á 83. mínútu. Reynir Leósson var þá dæmdur brotlegur innan teigs eftir að Matthías Vilhjálmsson hafði fallið. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum herra Fjölnir, steig á punktinn. Spyrna hans var slök en Kjartan Sturluson, markvörður Vals, náði þó ekki að verja og úrslitin 2-2. FH var án Atla Guðnasonar sem er meiddur og horfði á í stúkunni. Fleiri lykilmenn hafa átt við meiðsli að stríða og Matthías og Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu báðir á bekknum. Í vörnina var mættur ungur strákur, Hafþór Þrastarson. FH-ingar náðu ekki upp nægilega góðu flæði í leik sinn, áttu ágætis rispur en voru heilt yfir langt frá sínu besta. Valsmenn börðust vel. Stígandi var í leik þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir geta gert mun betri hluti en spár hafa sagt til um. Leikurinn var allavega fínasta skemmtun og lofar góðu varðandi fótboltasumarið sem nú er hafið. Valur - FH 2-21-0 Danni König (36.) 1-1 Atli Viðar Björnsson (39.) 2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.) 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (víti 82.) Áhorfendur: 1.796Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 7-10 (4-6)Varin skot: Kjartan 4 - Gunnleifur 2Horn: 10-8Aukaspyrnur fengnar: 12-9Rangstöður: 4-2 Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Reynir Leósson 5 Martin Pederson 6 Haukur Páll Sigurðsson 7 Ian Jeffs 6 (85. Sigurbjörn Hreiðarsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 5 Baldur Aðalsteinsson 7 (77. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Arnar Sveinn Geirsson 8* - Maður leiksins Danni König 7 (82. Viktor Unnar Illugason -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 5 Hafþór Þrastarson 5 Freyr Bjarnason 4 Gunnar Már Guðmundsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 (57. Matthías Vilhjámsson 6) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 7 (79. Hjörtur Logi Valgarðsson -) Torger Motland 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Valur - FH.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08 Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Gunnleifur: Verðum að gera betur Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2. 10. maí 2010 22:08
Gunnlaugur: Nokkuð gott hjá okkur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu síns liðs gegn FH í kvöld. Hann var þó svekktur yfir því að hafa ekki náð öllum stigunum. 10. maí 2010 21:57