Umfjöllun: Stjörnumenn fóru létt með lánlausa Grindvíkinga Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. maí 2010 18:32 Mynd/Anton Áhorfendur voru varla búnir að fá sér sæti á Stjörnuvelli í kvöld þegar vendipunkturinn í leik Stjörnunnar og Grindavík átti sér stað. Auðunn Helgason gerði sig þá sekan um skelfileg varnarmistök þegar hann braut á Steinþóri Frey Þorsteinssyni innan vítateigs, eftir tæplega tveggja mínúta leik. Jóhannes Valgeirsson dæmdi réttilega vítaspyrnu og lét Auðunn fjúka útaf með rauða spjaldið, enda var hann aftasti varnarmaður Grindavíkur. Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem átti eftir að verða fyrsta markið af fjórum hjá Stjörnumönnum. Þetta atvik virtist slá Suðurnesjamennina algjörlega út af laginu sem náðu engum takti við leikinn og Stjörnumenn sóttu af miklum krafti. Þeir bláklæddu hreinlega óðu í góðum færum og hefðu auðveldlega getað verið þremur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Grindvíkingar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og hefðu jafnvel með örlítilli heppni getað jafnað leikinn. Gilles Mbang Ondo slapp t.a.m. einn í gegnum vörn Stjörnunnar á 63. mínútu en rangstöðu var flaggað, þó naumt hafi það verið. Það var kannski til marks um lánleysi Grindvíkinga í þessum leik að í næstu sókn bætti Stjarnan við öðru marki og var þar Halldór Orri aftur að verki með skemmtilegum snúningsbolta framhjá Óskari Péturssyni í marki Grindavíkur. Við markið efldust Stjörnumenn sem náðu fullum tökum á leiknum. Þriðja mark kvöldsins leit dagsins ljós á 77. mínútu, og enn á ný eftir dapra varnartilburði hjá Grindvíkingum. Mattías Örn Friðriksson ætlaði að skalla boltann tilbaka í hendurnar á Óskari í marki Grindvíkinga en Steinþór Freyr komst inn í sendinguna og afgreidd boltann skemmtilega yfir Óskar. Það kom fáum á óvart þegar Jóhann Laxdal bætti svo við fjórða markinu á 84. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Steinþóri Frey sem átti stórgóðan leik. Jóhann stakk sér á milli varnarmanna Grindavíkur á háréttum tíma og setti boltann örugglega í netið. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Gilles Mbang Ondo svo að líta sitt annað gula spjald undir lok leiks eftir viðskipti sín við Baldvin Sturluson í liði Stjörnunnar. Ondo verður því í banni í næsta leik Grindvíkinga, sem þurfa verulega að hysja upp um sig brækurnar eftir kennslustund á teppinu í Garðabænum. Það verður ekki tekið að Stjörnumönnum að þeir léku glimrandi skemmtilegan fótbolta í kvöld og hefðu í raun átt að vinna leikinn mun stærra. Steinþór og Halldór léku vel í kvöld og ljóst er að nærvera Marels Baldvinssonar á eftir að hjálpa liðinu mikið. Nái Stjörnumenn að sleppa frá meiðslum í sumar, gætu þeir hæglega endað mun ofar en sparkspekingar hafa spáð þeim.Stjarnan-Grindavík 4-0 1-0 Halldór Orri Björnsson (3. vsp.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (64.) 3-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (77.) 4-0 Jóhann Laxdal (84.)Áhorfendur: 780Dómari: Valgeir Valgeirsson 7Skot (á mark): 13-3 (6-0)Varin skot: Bjarni 0 - Óskar 4Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Atli Jóhannsson 7 Daníel Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8 Dennis Danry 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins Baldvin Sturluson 6 (71. Bjarki Páll Eysteinsson 6) Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Marel Jóhann Baldvinsson 7 (75. Þorvaldur Árnason -)Grindavík (4-5-1): Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 5 Auðun Helgason - Marko Valdimar Stefánsson 6 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 4 Scott Mckenna Ramsay 6 (78. Óli Baldur Bjarnason -) Orri Freyr Hjaltalín 6 Gilles Mbang Ondo 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (78. Sveinbjörn Jónasson -) Alexander Magnússon 5 (46., Loic Mbang Ondo 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. 11. maí 2010 22:40 Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld 11. maí 2010 22:43 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Áhorfendur voru varla búnir að fá sér sæti á Stjörnuvelli í kvöld þegar vendipunkturinn í leik Stjörnunnar og Grindavík átti sér stað. Auðunn Helgason gerði sig þá sekan um skelfileg varnarmistök þegar hann braut á Steinþóri Frey Þorsteinssyni innan vítateigs, eftir tæplega tveggja mínúta leik. Jóhannes Valgeirsson dæmdi réttilega vítaspyrnu og lét Auðunn fjúka útaf með rauða spjaldið, enda var hann aftasti varnarmaður Grindavíkur. Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem átti eftir að verða fyrsta markið af fjórum hjá Stjörnumönnum. Þetta atvik virtist slá Suðurnesjamennina algjörlega út af laginu sem náðu engum takti við leikinn og Stjörnumenn sóttu af miklum krafti. Þeir bláklæddu hreinlega óðu í góðum færum og hefðu auðveldlega getað verið þremur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Grindvíkingar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og hefðu jafnvel með örlítilli heppni getað jafnað leikinn. Gilles Mbang Ondo slapp t.a.m. einn í gegnum vörn Stjörnunnar á 63. mínútu en rangstöðu var flaggað, þó naumt hafi það verið. Það var kannski til marks um lánleysi Grindvíkinga í þessum leik að í næstu sókn bætti Stjarnan við öðru marki og var þar Halldór Orri aftur að verki með skemmtilegum snúningsbolta framhjá Óskari Péturssyni í marki Grindavíkur. Við markið efldust Stjörnumenn sem náðu fullum tökum á leiknum. Þriðja mark kvöldsins leit dagsins ljós á 77. mínútu, og enn á ný eftir dapra varnartilburði hjá Grindvíkingum. Mattías Örn Friðriksson ætlaði að skalla boltann tilbaka í hendurnar á Óskari í marki Grindvíkinga en Steinþór Freyr komst inn í sendinguna og afgreidd boltann skemmtilega yfir Óskar. Það kom fáum á óvart þegar Jóhann Laxdal bætti svo við fjórða markinu á 84. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Steinþóri Frey sem átti stórgóðan leik. Jóhann stakk sér á milli varnarmanna Grindavíkur á háréttum tíma og setti boltann örugglega í netið. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Gilles Mbang Ondo svo að líta sitt annað gula spjald undir lok leiks eftir viðskipti sín við Baldvin Sturluson í liði Stjörnunnar. Ondo verður því í banni í næsta leik Grindvíkinga, sem þurfa verulega að hysja upp um sig brækurnar eftir kennslustund á teppinu í Garðabænum. Það verður ekki tekið að Stjörnumönnum að þeir léku glimrandi skemmtilegan fótbolta í kvöld og hefðu í raun átt að vinna leikinn mun stærra. Steinþór og Halldór léku vel í kvöld og ljóst er að nærvera Marels Baldvinssonar á eftir að hjálpa liðinu mikið. Nái Stjörnumenn að sleppa frá meiðslum í sumar, gætu þeir hæglega endað mun ofar en sparkspekingar hafa spáð þeim.Stjarnan-Grindavík 4-0 1-0 Halldór Orri Björnsson (3. vsp.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (64.) 3-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (77.) 4-0 Jóhann Laxdal (84.)Áhorfendur: 780Dómari: Valgeir Valgeirsson 7Skot (á mark): 13-3 (6-0)Varin skot: Bjarni 0 - Óskar 4Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Atli Jóhannsson 7 Daníel Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8 Dennis Danry 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins Baldvin Sturluson 6 (71. Bjarki Páll Eysteinsson 6) Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Marel Jóhann Baldvinsson 7 (75. Þorvaldur Árnason -)Grindavík (4-5-1): Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 5 Auðun Helgason - Marko Valdimar Stefánsson 6 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 4 Scott Mckenna Ramsay 6 (78. Óli Baldur Bjarnason -) Orri Freyr Hjaltalín 6 Gilles Mbang Ondo 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (78. Sveinbjörn Jónasson -) Alexander Magnússon 5 (46., Loic Mbang Ondo 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. 11. maí 2010 22:40 Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld 11. maí 2010 22:43 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. 11. maí 2010 22:40
Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld 11. maí 2010 22:43