Umfjöllun: Stjörnumenn fóru létt með lánlausa Grindvíkinga Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. maí 2010 18:32 Mynd/Anton Áhorfendur voru varla búnir að fá sér sæti á Stjörnuvelli í kvöld þegar vendipunkturinn í leik Stjörnunnar og Grindavík átti sér stað. Auðunn Helgason gerði sig þá sekan um skelfileg varnarmistök þegar hann braut á Steinþóri Frey Þorsteinssyni innan vítateigs, eftir tæplega tveggja mínúta leik. Jóhannes Valgeirsson dæmdi réttilega vítaspyrnu og lét Auðunn fjúka útaf með rauða spjaldið, enda var hann aftasti varnarmaður Grindavíkur. Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem átti eftir að verða fyrsta markið af fjórum hjá Stjörnumönnum. Þetta atvik virtist slá Suðurnesjamennina algjörlega út af laginu sem náðu engum takti við leikinn og Stjörnumenn sóttu af miklum krafti. Þeir bláklæddu hreinlega óðu í góðum færum og hefðu auðveldlega getað verið þremur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Grindvíkingar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og hefðu jafnvel með örlítilli heppni getað jafnað leikinn. Gilles Mbang Ondo slapp t.a.m. einn í gegnum vörn Stjörnunnar á 63. mínútu en rangstöðu var flaggað, þó naumt hafi það verið. Það var kannski til marks um lánleysi Grindvíkinga í þessum leik að í næstu sókn bætti Stjarnan við öðru marki og var þar Halldór Orri aftur að verki með skemmtilegum snúningsbolta framhjá Óskari Péturssyni í marki Grindavíkur. Við markið efldust Stjörnumenn sem náðu fullum tökum á leiknum. Þriðja mark kvöldsins leit dagsins ljós á 77. mínútu, og enn á ný eftir dapra varnartilburði hjá Grindvíkingum. Mattías Örn Friðriksson ætlaði að skalla boltann tilbaka í hendurnar á Óskari í marki Grindvíkinga en Steinþór Freyr komst inn í sendinguna og afgreidd boltann skemmtilega yfir Óskar. Það kom fáum á óvart þegar Jóhann Laxdal bætti svo við fjórða markinu á 84. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Steinþóri Frey sem átti stórgóðan leik. Jóhann stakk sér á milli varnarmanna Grindavíkur á háréttum tíma og setti boltann örugglega í netið. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Gilles Mbang Ondo svo að líta sitt annað gula spjald undir lok leiks eftir viðskipti sín við Baldvin Sturluson í liði Stjörnunnar. Ondo verður því í banni í næsta leik Grindvíkinga, sem þurfa verulega að hysja upp um sig brækurnar eftir kennslustund á teppinu í Garðabænum. Það verður ekki tekið að Stjörnumönnum að þeir léku glimrandi skemmtilegan fótbolta í kvöld og hefðu í raun átt að vinna leikinn mun stærra. Steinþór og Halldór léku vel í kvöld og ljóst er að nærvera Marels Baldvinssonar á eftir að hjálpa liðinu mikið. Nái Stjörnumenn að sleppa frá meiðslum í sumar, gætu þeir hæglega endað mun ofar en sparkspekingar hafa spáð þeim.Stjarnan-Grindavík 4-0 1-0 Halldór Orri Björnsson (3. vsp.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (64.) 3-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (77.) 4-0 Jóhann Laxdal (84.)Áhorfendur: 780Dómari: Valgeir Valgeirsson 7Skot (á mark): 13-3 (6-0)Varin skot: Bjarni 0 - Óskar 4Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Atli Jóhannsson 7 Daníel Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8 Dennis Danry 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins Baldvin Sturluson 6 (71. Bjarki Páll Eysteinsson 6) Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Marel Jóhann Baldvinsson 7 (75. Þorvaldur Árnason -)Grindavík (4-5-1): Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 5 Auðun Helgason - Marko Valdimar Stefánsson 6 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 4 Scott Mckenna Ramsay 6 (78. Óli Baldur Bjarnason -) Orri Freyr Hjaltalín 6 Gilles Mbang Ondo 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (78. Sveinbjörn Jónasson -) Alexander Magnússon 5 (46., Loic Mbang Ondo 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. 11. maí 2010 22:40 Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld 11. maí 2010 22:43 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Áhorfendur voru varla búnir að fá sér sæti á Stjörnuvelli í kvöld þegar vendipunkturinn í leik Stjörnunnar og Grindavík átti sér stað. Auðunn Helgason gerði sig þá sekan um skelfileg varnarmistök þegar hann braut á Steinþóri Frey Þorsteinssyni innan vítateigs, eftir tæplega tveggja mínúta leik. Jóhannes Valgeirsson dæmdi réttilega vítaspyrnu og lét Auðunn fjúka útaf með rauða spjaldið, enda var hann aftasti varnarmaður Grindavíkur. Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem átti eftir að verða fyrsta markið af fjórum hjá Stjörnumönnum. Þetta atvik virtist slá Suðurnesjamennina algjörlega út af laginu sem náðu engum takti við leikinn og Stjörnumenn sóttu af miklum krafti. Þeir bláklæddu hreinlega óðu í góðum færum og hefðu auðveldlega getað verið þremur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Grindvíkingar komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og hefðu jafnvel með örlítilli heppni getað jafnað leikinn. Gilles Mbang Ondo slapp t.a.m. einn í gegnum vörn Stjörnunnar á 63. mínútu en rangstöðu var flaggað, þó naumt hafi það verið. Það var kannski til marks um lánleysi Grindvíkinga í þessum leik að í næstu sókn bætti Stjarnan við öðru marki og var þar Halldór Orri aftur að verki með skemmtilegum snúningsbolta framhjá Óskari Péturssyni í marki Grindavíkur. Við markið efldust Stjörnumenn sem náðu fullum tökum á leiknum. Þriðja mark kvöldsins leit dagsins ljós á 77. mínútu, og enn á ný eftir dapra varnartilburði hjá Grindvíkingum. Mattías Örn Friðriksson ætlaði að skalla boltann tilbaka í hendurnar á Óskari í marki Grindvíkinga en Steinþór Freyr komst inn í sendinguna og afgreidd boltann skemmtilega yfir Óskar. Það kom fáum á óvart þegar Jóhann Laxdal bætti svo við fjórða markinu á 84. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Steinþóri Frey sem átti stórgóðan leik. Jóhann stakk sér á milli varnarmanna Grindavíkur á háréttum tíma og setti boltann örugglega í netið. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Gilles Mbang Ondo svo að líta sitt annað gula spjald undir lok leiks eftir viðskipti sín við Baldvin Sturluson í liði Stjörnunnar. Ondo verður því í banni í næsta leik Grindvíkinga, sem þurfa verulega að hysja upp um sig brækurnar eftir kennslustund á teppinu í Garðabænum. Það verður ekki tekið að Stjörnumönnum að þeir léku glimrandi skemmtilegan fótbolta í kvöld og hefðu í raun átt að vinna leikinn mun stærra. Steinþór og Halldór léku vel í kvöld og ljóst er að nærvera Marels Baldvinssonar á eftir að hjálpa liðinu mikið. Nái Stjörnumenn að sleppa frá meiðslum í sumar, gætu þeir hæglega endað mun ofar en sparkspekingar hafa spáð þeim.Stjarnan-Grindavík 4-0 1-0 Halldór Orri Björnsson (3. vsp.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (64.) 3-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (77.) 4-0 Jóhann Laxdal (84.)Áhorfendur: 780Dómari: Valgeir Valgeirsson 7Skot (á mark): 13-3 (6-0)Varin skot: Bjarni 0 - Óskar 4Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 12-13Rangstöður: 0-5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Atli Jóhannsson 7 Daníel Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8 Dennis Danry 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins Baldvin Sturluson 6 (71. Bjarki Páll Eysteinsson 6) Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Marel Jóhann Baldvinsson 7 (75. Þorvaldur Árnason -)Grindavík (4-5-1): Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 5 Auðun Helgason - Marko Valdimar Stefánsson 6 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 4 Scott Mckenna Ramsay 6 (78. Óli Baldur Bjarnason -) Orri Freyr Hjaltalín 6 Gilles Mbang Ondo 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (78. Sveinbjörn Jónasson -) Alexander Magnússon 5 (46., Loic Mbang Ondo 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. 11. maí 2010 22:40 Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld 11. maí 2010 22:43 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. 11. maí 2010 22:40
Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld 11. maí 2010 22:43