Íslenski boltinn

Þórhallur Dan: Hefðum geta sett allt á annan endann í Lengjunni

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli
„Ég er búinn að vera berjast við tognun í læri síðustu tvær vikur en svo kom þarna einn sprettur og ég fórnaði mér greinilega aðeins of mikið," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrirliði Hauka, en hann þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks er Haukar kræktu í jafntefli gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta.

„Við getum farið heim brosandi eftir þennan leik því það eru ekki margir sem að koma í Vesturbæinn og taka stig. Við getum verið ótrúlega kátir yfir því að hafa komið til baka og krækt í stig hér í kvöld," sagði Þórhallur Dan, sáttur eftir leik.

„Auðvitað eru menn hræddir að koma hingað. Þetta eru strákar sem að eru búnir að vera spila í fyrstu og annari deildinni. Það er allt annað að mæta í þetta með fullt af fólki, fullt af blaðamönnum og það er búið að vera mikið áreiti á okkur alla vikuna. Menn þurftu bara aðeins að ná áttum áður en þeir gátu farið að spila fótbolta," bætti Þórhallur en hann hefði viljað sjá sína menn byrja leikinn miklu fyrr.

„Þegar að menn byrjuðu að spila fótbolta þá vorum við ekkert lakari aðilinn. En það var helvíti súrt að byrja á því eftir klukkutíma leik. En við sýndum það á loka kaflanum að við vorum ekkert lakari. Það er súrt að hafa ekki náð að setja eitt í lokin og setja allt á annan endann í Lengjunni," sagði Þórhallur brosandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×