Íslenski boltinn

Hæsti stuðull í sögu Lengjunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukunum er ekki spáð sérstöku gengi í sumar.
Haukunum er ekki spáð sérstöku gengi í sumar.

Þeir sem hafa trú á nýliðum Hauka gegn meistarakandidötum KR í Pepsi-deildinni í kvöld geta orðið moldríkir á því að setja pening á Haukanna á Lengjunni.

Stuðullinn á sigur Hauka er hvorki meira né minna en 16,00.

„Þetta er hæsti stuðull sem við höfum boðið upp á," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, sölustjóri Íslenskra getrauna, við Vísi.

„Þarna mætast liðin sem er spáð falli og liðinu sem er spáð titlinum. Því er ekkert óeðlilegt við það að stuðullinn sé hár á Haukana," sagði Pétur Hrafn en eru þeir ekki að gera lítið úr getu Haukanna með því að setja svona háan stuðul á liðið?

„Ég lít ekki svo á að þetta sé eitthvað niðurlægjandi fyrir Haukana. Stuðlarnir ráðast meðal annars af gengi liða og spám. Ef eitthvað er þá getur þjálfari Hauka jafnvel notað þetta sem hvatningu fyrir sitt lið og hengt þetta upp í klefanum hjá þeim. Ef fólk vill veðja á Hauka og þeir standa sig þá borgum við glaðir," sagði Pétur.

Þeir sem vilja veðja á sigur KR fá alltaf lítið fyrir sinn snúð. Meira að segja 3-0 sigur KR fær ekki hærri stuðul en 1,80.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×