Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 08:01 Jayson Tatum lá sárþjáður eftir að hafa meiðst í ökkla í fjórða leikhluta. Getty/Elsa Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics eru á barmi þess að falla úr keppni í undanúrslitum austurdeildarinnar. Þeir töpuðu 121-113 gegn New York Knicks í gærkvöld og misstu auk þess Jayson Tatum meiddan af velli. Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira