Íslenski boltinn

Ólafur Stígsson: Vonandi það sem koma skal

Henry Birgir Gunnarsson á Selfossi skrifar
Ólafur Ingi í leik gegn HK. Mynd/Daníel
Ólafur Ingi í leik gegn HK. Mynd/Daníel

Ólafur Ingi Stígsson, leikmaður Fylkis, reif óvænt fram skóna á dögunum og það var ekki hægt að sjá á leik hans í gær því hann spilaði ágætlega og skoraði þess utan eitt mark.

„Þetta var ánægjulegt og bara gaman að þessu. Þetta er vonandi það sem koma skal," sagði þreytulegur Ólafur með kaffibolla og skellti upp úr.

„Það er ekki langt síðan ég byrjaði að æfa á fullu og er eðlilega svolítið á eftir hinum strákunum.  Ég hélt mér þokkalega í vetur og með skynsemi mun ég komast í fínt form," sagði Ólafur en hann sér ekkert eftir því að hafa byrjað aftur í boltanum.

„Ekki eftir þennan leik í það minnsta. Við styrktum liðið ekki eins mikið og við vonuðumst til og það er bara gaman að koma aftur inn í þetta og hjálpa svolítið til.

„Við vissum að við þyrftum að hafa fyrir stigunum hérna í dag. Mikil stemning í bænum og ef þeir hefðu skorað kannski fyrsta markið þá hefði þetta orðið virkilega erfitt. Þetta gekk þokkalega í dag og við erum afar sáttir við stigin þrjú."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×