Íslenski boltinn

Sverrir neyðist til að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson.
Sverrir Garðarsson. Mynd/E. Stefán

Sverrir Garðarsson hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sverrir er leikmaður FH en var ekki með sínum mönnum gegn Val í opnunarleik Pepsi-deildar karla í gærkvöldi.

Þetta er mikið áfall fyrir Sverri sem er einungis 25 ára gamall. Hann er uppalinn FH-ingur og á alls að baki 58 leiki í efstu deild. Hann skoraði í þeim eitt mark.

Sverrir hefur einnig verið á mála hjá GIF Sundsvall í Svíþjóð og Molde í Noregi en kom aftur til Íslands síðastliðið vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×