Íslenski boltinn

Scott Ramsey skrifar undir þriggja ára samning við Grindavík

Hjalti Þór skrifar
Ramsey og Þorsteinn Gunnarsson við undirskriftina.
Ramsey og Þorsteinn Gunnarsson við undirskriftina. Heimasíða Grindavíkur
Scott Ramsey hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Grindavík. Þetta eru gleðitíðindi fyrir Suðurnesjafélagið enda er Scotty einn allra besti leikmaður liðsins.

Þetta kom fram á heimasíðu Grindavíkur.

Ramsey er orðinn 34 ára gamall en er ekkert á því að slaka á. Hann sagði við heimasíðuna að hann ætti enn þrjú ár eftir í skrokknum og að hann væri alsæll með að ljúka ferlinum í Grindavík.

Stjarnan tekur á móti Ramsey og félögum í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×