Íslenski boltinn

Útvarp KR verður á sínum stað í sumar

Þröstur Emilsson og Bogi Ágústsson verða á sínum stað í Útvarpi KR í sumar.
Þröstur Emilsson og Bogi Ágústsson verða á sínum stað í Útvarpi KR í sumar.

Útvarp KR 98,3 hefur leik í kvöld er KR tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í Pepsi-deild karla í sumar.

Þetta er tólfta starfsár Útvarps KR en fyrsta útsendingin var í maí árið 1999. Útsendingin í kvöld verður númer 272.

Stefnt er að því að hefja útsendingu klukkan 17.00 í kvöld en það gæti tafist þar sem tíðni útvarpsstöðvarinnar er í notkun á sama tíma.

Einnig er hægt að hlusta á Útvarp KR á netinu inn á netheimur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×