Erlent Stúlka lést eftir hákarlaárás Fjórtán ára gömul stúlka lést þegar hákarl réðst á hana undan ströndum Flórída í dag. Stúlkan var komin nokkuð langt út en hún var að renna sér á brimbretti. Karlmaður sem kom með hana að landi segist hafa fundið stúlkuna á floti í sjónum eftir að hafa heyrt skerandi öskur stuttu áður. Erlent 26.6.2005 00:01 Lögreglumenn drepnir í Írak Uppreisnarmenn í Írak réðust á lögreglustöð í vesturhluta landsins í gær og drápu þar átta manns. Í norðurhluta landsins geisaði þriggja klukkustunda byssubardagi milli skæruliða og sveita Bandaríkjamanna og Íraka. Þá hafa nokkrir lögreglumenn verið drepnir í morgun. Erlent 26.6.2005 00:01 Á fjórða tug fórust í Mosul Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Í gær fórst á fjórða tug manna í sprengjuárásum í Bagdad og Mosul. Fyrst var pallbíl hlöðnum sprengiefni ekið inn í lögreglustöð í miðborg Mosul og létust 10 lögreglumenn í sprengingunni. Sprengiefnið var falið í vatnsmelónum sem hlaðið var á pall bílsins. Erlent 26.6.2005 00:01 Graham segist eiga skammt eftir Einhver frægasti predíkari Bandaríkjanna býr sig undir lokablessunina. Billy Graham segir dauðann nálgast og heldur sem stendur síðustu samkomur sínar. Erlent 25.6.2005 00:01 Stór hluti fjárframlaga til ríkra Stór hluti fjárframlaga og hjálparinnar til handa fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Asíu fór til þeirra sem auðugastir eru samkvæmt nýrri skýrslu sem bresku góðgarðarsamtökin Oxfam hafa tekið saman. Fátækir, sem þurftu einna helst á hjálp að halda fengu einna minnst á meðan mest lenti í vasa stóreignafólks, bæði kaupsýslumanna og landeigenda. Erlent 25.6.2005 00:01 Óvænt kosningaúrslit í Íran Harðlínumenn ráða nú öllu í Íran eftir að hinn íhaldssami frambjóðandi, Ahmadinejad, vann óvæntan en afgerandi sigur í forsetakosningum. Þegar hann var skipaður borgarstjóri í Teheran 2003 var hann nánast óþekktur og í upphafi kosningabaráttunnar nú hafði það lítið breyst. Erlent 25.6.2005 00:01 Harðlínumenn með tögl og hagldir Mahmoud Ahamadinejad er nýr forseti Írans en þar með fara harðlínumenn með flest völd í landinu. Búast má við hann verði erfiður viðureignar í samskiptum sínum við Vesturlönd. Erlent 25.6.2005 00:01 Geti ráðist á hryðjuverkamenn ytra Rússar eru reiðubúnir að ráðast á bækisstöðvar hryðjuverkamanna erlendis. Þetta sagði yfirmaður rússneska flughersins í morgun. Hann segir flugherinn búa yfir hátæknivopnum og getu til þess að ráðast á hryðjuverkamenn hvar sem er. Erlent 25.6.2005 00:01 Ahmadinejad kjörinn forseti Írans Harðlínumenn báru sigur úr býtum í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Mahmoud Ahmadinejad, sem er borgarstjóri í Teheran og mjög íhaldssamur, vann stórsigur á mótframbjóðanda sínum. Ahmadinejad virðist einkum hafa hlotið stuðning fátækari og trúaðri kjósenda en framsæknari, frjálslyndari og auðugri borgarar studdu Akbar Rafsanjani sem boðaði umbætur. Erlent 25.6.2005 00:01 Drukku ólöglegt brugg og létust Að minnsta kosti 21 Keníamaður er látinn eftir að hafa drukkið ólöglegt brugg í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, í gær. Þá liggja 36 á spítala vegna drykkjunnar og eru átta þeirra í lífshættu en tíu til viðbótar hafa misst sjónina af völdum drykksins. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpinu og veiktist í kjölfarið heiftarlega. Erlent 25.6.2005 00:01 Þingkosningar í Búlgaríu Búlgarar ganga til þingkosninga í dag. Talið er að sósíalistar, sem eru í stjórnarandstöðu, beri sigurorð af flokki Simeons, fyrrverandi konungs landsins, sem haldið hefur um stjórnartaumana síðustu ár. Kosningarnar snúast að miklu leyti um ýmiss konar umbætur í landinu en þær eru skilyrði fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Erlent 25.6.2005 00:01 Mestu átök í fjögur í ár Lík 178 skæruliða hafa fundist í Afganistan eftir þriggja daga skærur milli bandarískra og afganskra hersveita við uppreisnarmenn í Miana Shen-héraði í síðustu viku. Erlent 25.6.2005 00:01 Sprengja við teina í Dagestan Tveir menn á viðhaldslest slösuðust þegar sprengja sprakk við lestarteina í héraðinu Dagestan í Rússlandi skömmu eftir miðnætti. Fréttastofan <em>Interfax</em> hefur eftir lögregluyfirvöldum á svæðinu að um heimatilbúna sprengju hafi verið að ræða en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Erlent 25.6.2005 00:01 Dæmdur fyrir aðild að hryðjuverkum Einn af helstu leiðtogum íslamskra uppreisnarmanna í Alsír var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að stofnun hryðjuverkahóps. Amari Saifi var næstæðstur í samtökunum GSPC en þau rændu m.a. 32 evrópskum ferðamönnum í eyðimörkinni í Alsír árið 2003 og eru forsvarsmenn þeirra m.a. eftirlýstir í Þýskalandi af þeim sökum. Við réttarhöldin voru tveir samverkamenn Saifis dæmdir í þriggja ára fangelsi en þrír voru sýknaðir. Erlent 25.6.2005 00:01 Felldu tæplega 180 talibana 178 talibanar voru felldir og 56 handteknir í átökum í suðurhluta Afganistans sem staðið hafa síðustu þrjá daga. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti landsins í dag. Um var að ræða samhæfðar aðgerðir afganska hersins og þess bandaríska og létust flestir talibananna í loftárásum Bandaríkjahers. Hins vegar sluppu tveir háttsettir talibanar úr klóm hersveitanna eftir að sveitirnar höfðu umkringt þá, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins. Erlent 25.6.2005 00:01 Réðust á flóttamannabúðir í Úganda Rúmlega 100 uppreisnarmenn fóru í dag ránshendi um flóttamannabúðir í norðurhluta Úganda ásamt því að ráðast gegn íbúum búðanna. Ekki er ljóst hvort einhverjir létust eða særðust í árásinni en uppreisnarmennirnir létu greipar sópa í matargeymslum búðanna. Erlent 25.6.2005 00:01 Olíutunnan gæti náð 100 dollurum Olíuverð gæti náð hundrað dollurum á tunnuna haldi þróunin áfram eins og nú. Þetta er mat þýskra sérfræðinga. Erlent 25.6.2005 00:01 Harðlínumenn hafa öll valdaembætti Harðlínumenn unnu óvænt stórsigur í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Þeir hafa nú öll valdaembætti í landinu í höndum sér. Erlent 25.6.2005 00:01 Handtóku grunaða uppreisnarmenn Ísraelskir hermenn handtóku í morgun 14 félaga í palestínsku samtökunum Heilögu stríði á Vesturbakkanum. Handtakan kemur í kjölfar þess að byssumenn drápu íraelskan landnema í gær en þess ber að geta að engin samtök höfðu lýst tilræðinu á hendur sér. Erlent 25.6.2005 00:01 Leitað að dularfullu kattardýri Mikil leit stendur yfir í Hollandi af dularfullu kattardýri sem sést hefur nokkrum sinnum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hverrar tegundar dýrið er þrátt fyrir að myndir hafi náðst af því, en talið er líklegt að um stórt frumskógarkattardýr sé að ræða. Erlent 25.6.2005 00:01 Uppbygging húsa óvíða hafin Fátækir fá minnsta aðstoð í kjölfar náttúruhamfaranna í Asíu. Ríkir hafa fengið stærsta hluta aðstoðarinnar. Þá bendir bresk rannsókn til þess að á fáum stöðum sé byrjað að byggja hús fyrir þá sem misstu sín. Erlent 25.6.2005 00:01 Hálft ár liðið frá flóðbylgju "Það er ekki mikil uppbygging komin af stað en okkur sýnist sem þetta geti farið að gerast núna," segir Ómar Valdimarsson, starfsmaður Rauða krossins í Indónesíu. Í dag er hálft ár liðið síðan flóðbylgja reið yfir Bengalflóa á annan dag jóla. Erlent 25.6.2005 00:01 Kúariða komin upp í Bandaríkjunum Kúariða er komin upp í Bandaríkjunum en vísindamenn hafa nú staðfest að annað tilfellið hafi fundist. Fyrsta, sýkta dýrið fannst fyrir sjö mánuðum. Bæði dýrin eru albandarísk og því talið öruggt að ekki sé um innfluttan stofn veikinnar að ræða. Þrátt fyrir þessi tíðindi fullyrða talsmenn bandarísks landbúnaðar að nautakjöt þar í landi sé með öllu hættulaust enda sé þess gætt að kjöt sýktra dýra lendi ekki á markaði. Erlent 25.6.2005 00:01 Flóðin í Kína í rénun Svo virðist sem flóðin í suðurhluta Kína, sem valdið hafa miklum usla undanfarnar vikur, séu í hægri rénun. Alls hafa 567 látist í flóðunum og þá er enn 165 saknað. Flóðin má rekja til árlegra rigninga sem valda því að ár flæða yfir bakka sína en einnig hafa aurskriður fallið á þorp og bæi Erlent 25.6.2005 00:01 Ellefu drepnir í Samarra í dag Að minnsta kosti ellefu manns létust og 20 særðust í tveimur árásum í bænum Samarra norður af Bagdad í Írak í dag. Í fyrra skiptið var um að ræða sjálfsmorðsárás þar sem maður sprengdi sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan heimili yfirmanns í sérsveit Írakshers. Níu létust í tilræðinu. Stuttu eftir árásina sprakk sprengja við veg í bænum og þar létust tveir auk þess fjögur hús eyðilögðust. Erlent 25.6.2005 00:01 Fórnarlamba flóðsins enn leitað Börn eru meðal helstu fórnarlamba náttúruhamfaranna í Asíu um jólin. Nú, þegar hálft ár er liðið, er ættingja þeirra og fleiri enn leitað. Alþjóðlegar sveitir leita líka þess fólks, m.a. hópur Breta sem minntust landa sinna í dag Erlent 25.6.2005 00:01 Sósíalistar sigra í Búlgaríu Sósíalistaflokkurinn fékk flest atkvæði í þingkosningunum í Búlgaríu samkvæmt útgönguspám, en náði þó ekki hreinum meirihluta. Erlent 25.6.2005 00:01 Forsetinn gaf górillum nafn Þrjátíu sjaldgæfum fjallagórillum voru gefin nöfn í þjóðgarði í Rúanda á laugardag og var forseti landsins, Paul Kagame, viðstaddur athöfnina. "Þessi athöfn endurspeglar menningu okkar. Við gerum það sama innan fjölskyldnanna í Rúanda þegar við skírum börnin okkar," sagði yfirmaður dýraverndarstofnunar Rúanda. Erlent 25.6.2005 00:01 Fundað í Washington George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hittust í Washington í gær og ræddu stöðu og horfur í landi hins síðarnefnda. Erlent 24.6.2005 00:01 Útflutningur kvikasilfurs bannaður Umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu um það á fundi sínum í dag að banna útflutning á kvikasilfri fyrir árslok 2010. Þá vilja þeir einnig draga úr notkun málmsins í hitamælum og vinna að því á alþjóðavettvangi að draga úr losun þessa fljótandi málms í náttúrunni. Erlent 24.6.2005 00:01 « ‹ ›
Stúlka lést eftir hákarlaárás Fjórtán ára gömul stúlka lést þegar hákarl réðst á hana undan ströndum Flórída í dag. Stúlkan var komin nokkuð langt út en hún var að renna sér á brimbretti. Karlmaður sem kom með hana að landi segist hafa fundið stúlkuna á floti í sjónum eftir að hafa heyrt skerandi öskur stuttu áður. Erlent 26.6.2005 00:01
Lögreglumenn drepnir í Írak Uppreisnarmenn í Írak réðust á lögreglustöð í vesturhluta landsins í gær og drápu þar átta manns. Í norðurhluta landsins geisaði þriggja klukkustunda byssubardagi milli skæruliða og sveita Bandaríkjamanna og Íraka. Þá hafa nokkrir lögreglumenn verið drepnir í morgun. Erlent 26.6.2005 00:01
Á fjórða tug fórust í Mosul Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Í gær fórst á fjórða tug manna í sprengjuárásum í Bagdad og Mosul. Fyrst var pallbíl hlöðnum sprengiefni ekið inn í lögreglustöð í miðborg Mosul og létust 10 lögreglumenn í sprengingunni. Sprengiefnið var falið í vatnsmelónum sem hlaðið var á pall bílsins. Erlent 26.6.2005 00:01
Graham segist eiga skammt eftir Einhver frægasti predíkari Bandaríkjanna býr sig undir lokablessunina. Billy Graham segir dauðann nálgast og heldur sem stendur síðustu samkomur sínar. Erlent 25.6.2005 00:01
Stór hluti fjárframlaga til ríkra Stór hluti fjárframlaga og hjálparinnar til handa fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Asíu fór til þeirra sem auðugastir eru samkvæmt nýrri skýrslu sem bresku góðgarðarsamtökin Oxfam hafa tekið saman. Fátækir, sem þurftu einna helst á hjálp að halda fengu einna minnst á meðan mest lenti í vasa stóreignafólks, bæði kaupsýslumanna og landeigenda. Erlent 25.6.2005 00:01
Óvænt kosningaúrslit í Íran Harðlínumenn ráða nú öllu í Íran eftir að hinn íhaldssami frambjóðandi, Ahmadinejad, vann óvæntan en afgerandi sigur í forsetakosningum. Þegar hann var skipaður borgarstjóri í Teheran 2003 var hann nánast óþekktur og í upphafi kosningabaráttunnar nú hafði það lítið breyst. Erlent 25.6.2005 00:01
Harðlínumenn með tögl og hagldir Mahmoud Ahamadinejad er nýr forseti Írans en þar með fara harðlínumenn með flest völd í landinu. Búast má við hann verði erfiður viðureignar í samskiptum sínum við Vesturlönd. Erlent 25.6.2005 00:01
Geti ráðist á hryðjuverkamenn ytra Rússar eru reiðubúnir að ráðast á bækisstöðvar hryðjuverkamanna erlendis. Þetta sagði yfirmaður rússneska flughersins í morgun. Hann segir flugherinn búa yfir hátæknivopnum og getu til þess að ráðast á hryðjuverkamenn hvar sem er. Erlent 25.6.2005 00:01
Ahmadinejad kjörinn forseti Írans Harðlínumenn báru sigur úr býtum í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Mahmoud Ahmadinejad, sem er borgarstjóri í Teheran og mjög íhaldssamur, vann stórsigur á mótframbjóðanda sínum. Ahmadinejad virðist einkum hafa hlotið stuðning fátækari og trúaðri kjósenda en framsæknari, frjálslyndari og auðugri borgarar studdu Akbar Rafsanjani sem boðaði umbætur. Erlent 25.6.2005 00:01
Drukku ólöglegt brugg og létust Að minnsta kosti 21 Keníamaður er látinn eftir að hafa drukkið ólöglegt brugg í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, í gær. Þá liggja 36 á spítala vegna drykkjunnar og eru átta þeirra í lífshættu en tíu til viðbótar hafa misst sjónina af völdum drykksins. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpinu og veiktist í kjölfarið heiftarlega. Erlent 25.6.2005 00:01
Þingkosningar í Búlgaríu Búlgarar ganga til þingkosninga í dag. Talið er að sósíalistar, sem eru í stjórnarandstöðu, beri sigurorð af flokki Simeons, fyrrverandi konungs landsins, sem haldið hefur um stjórnartaumana síðustu ár. Kosningarnar snúast að miklu leyti um ýmiss konar umbætur í landinu en þær eru skilyrði fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Erlent 25.6.2005 00:01
Mestu átök í fjögur í ár Lík 178 skæruliða hafa fundist í Afganistan eftir þriggja daga skærur milli bandarískra og afganskra hersveita við uppreisnarmenn í Miana Shen-héraði í síðustu viku. Erlent 25.6.2005 00:01
Sprengja við teina í Dagestan Tveir menn á viðhaldslest slösuðust þegar sprengja sprakk við lestarteina í héraðinu Dagestan í Rússlandi skömmu eftir miðnætti. Fréttastofan <em>Interfax</em> hefur eftir lögregluyfirvöldum á svæðinu að um heimatilbúna sprengju hafi verið að ræða en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Erlent 25.6.2005 00:01
Dæmdur fyrir aðild að hryðjuverkum Einn af helstu leiðtogum íslamskra uppreisnarmanna í Alsír var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að stofnun hryðjuverkahóps. Amari Saifi var næstæðstur í samtökunum GSPC en þau rændu m.a. 32 evrópskum ferðamönnum í eyðimörkinni í Alsír árið 2003 og eru forsvarsmenn þeirra m.a. eftirlýstir í Þýskalandi af þeim sökum. Við réttarhöldin voru tveir samverkamenn Saifis dæmdir í þriggja ára fangelsi en þrír voru sýknaðir. Erlent 25.6.2005 00:01
Felldu tæplega 180 talibana 178 talibanar voru felldir og 56 handteknir í átökum í suðurhluta Afganistans sem staðið hafa síðustu þrjá daga. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti landsins í dag. Um var að ræða samhæfðar aðgerðir afganska hersins og þess bandaríska og létust flestir talibananna í loftárásum Bandaríkjahers. Hins vegar sluppu tveir háttsettir talibanar úr klóm hersveitanna eftir að sveitirnar höfðu umkringt þá, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins. Erlent 25.6.2005 00:01
Réðust á flóttamannabúðir í Úganda Rúmlega 100 uppreisnarmenn fóru í dag ránshendi um flóttamannabúðir í norðurhluta Úganda ásamt því að ráðast gegn íbúum búðanna. Ekki er ljóst hvort einhverjir létust eða særðust í árásinni en uppreisnarmennirnir létu greipar sópa í matargeymslum búðanna. Erlent 25.6.2005 00:01
Olíutunnan gæti náð 100 dollurum Olíuverð gæti náð hundrað dollurum á tunnuna haldi þróunin áfram eins og nú. Þetta er mat þýskra sérfræðinga. Erlent 25.6.2005 00:01
Harðlínumenn hafa öll valdaembætti Harðlínumenn unnu óvænt stórsigur í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Þeir hafa nú öll valdaembætti í landinu í höndum sér. Erlent 25.6.2005 00:01
Handtóku grunaða uppreisnarmenn Ísraelskir hermenn handtóku í morgun 14 félaga í palestínsku samtökunum Heilögu stríði á Vesturbakkanum. Handtakan kemur í kjölfar þess að byssumenn drápu íraelskan landnema í gær en þess ber að geta að engin samtök höfðu lýst tilræðinu á hendur sér. Erlent 25.6.2005 00:01
Leitað að dularfullu kattardýri Mikil leit stendur yfir í Hollandi af dularfullu kattardýri sem sést hefur nokkrum sinnum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hverrar tegundar dýrið er þrátt fyrir að myndir hafi náðst af því, en talið er líklegt að um stórt frumskógarkattardýr sé að ræða. Erlent 25.6.2005 00:01
Uppbygging húsa óvíða hafin Fátækir fá minnsta aðstoð í kjölfar náttúruhamfaranna í Asíu. Ríkir hafa fengið stærsta hluta aðstoðarinnar. Þá bendir bresk rannsókn til þess að á fáum stöðum sé byrjað að byggja hús fyrir þá sem misstu sín. Erlent 25.6.2005 00:01
Hálft ár liðið frá flóðbylgju "Það er ekki mikil uppbygging komin af stað en okkur sýnist sem þetta geti farið að gerast núna," segir Ómar Valdimarsson, starfsmaður Rauða krossins í Indónesíu. Í dag er hálft ár liðið síðan flóðbylgja reið yfir Bengalflóa á annan dag jóla. Erlent 25.6.2005 00:01
Kúariða komin upp í Bandaríkjunum Kúariða er komin upp í Bandaríkjunum en vísindamenn hafa nú staðfest að annað tilfellið hafi fundist. Fyrsta, sýkta dýrið fannst fyrir sjö mánuðum. Bæði dýrin eru albandarísk og því talið öruggt að ekki sé um innfluttan stofn veikinnar að ræða. Þrátt fyrir þessi tíðindi fullyrða talsmenn bandarísks landbúnaðar að nautakjöt þar í landi sé með öllu hættulaust enda sé þess gætt að kjöt sýktra dýra lendi ekki á markaði. Erlent 25.6.2005 00:01
Flóðin í Kína í rénun Svo virðist sem flóðin í suðurhluta Kína, sem valdið hafa miklum usla undanfarnar vikur, séu í hægri rénun. Alls hafa 567 látist í flóðunum og þá er enn 165 saknað. Flóðin má rekja til árlegra rigninga sem valda því að ár flæða yfir bakka sína en einnig hafa aurskriður fallið á þorp og bæi Erlent 25.6.2005 00:01
Ellefu drepnir í Samarra í dag Að minnsta kosti ellefu manns létust og 20 særðust í tveimur árásum í bænum Samarra norður af Bagdad í Írak í dag. Í fyrra skiptið var um að ræða sjálfsmorðsárás þar sem maður sprengdi sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan heimili yfirmanns í sérsveit Írakshers. Níu létust í tilræðinu. Stuttu eftir árásina sprakk sprengja við veg í bænum og þar létust tveir auk þess fjögur hús eyðilögðust. Erlent 25.6.2005 00:01
Fórnarlamba flóðsins enn leitað Börn eru meðal helstu fórnarlamba náttúruhamfaranna í Asíu um jólin. Nú, þegar hálft ár er liðið, er ættingja þeirra og fleiri enn leitað. Alþjóðlegar sveitir leita líka þess fólks, m.a. hópur Breta sem minntust landa sinna í dag Erlent 25.6.2005 00:01
Sósíalistar sigra í Búlgaríu Sósíalistaflokkurinn fékk flest atkvæði í þingkosningunum í Búlgaríu samkvæmt útgönguspám, en náði þó ekki hreinum meirihluta. Erlent 25.6.2005 00:01
Forsetinn gaf górillum nafn Þrjátíu sjaldgæfum fjallagórillum voru gefin nöfn í þjóðgarði í Rúanda á laugardag og var forseti landsins, Paul Kagame, viðstaddur athöfnina. "Þessi athöfn endurspeglar menningu okkar. Við gerum það sama innan fjölskyldnanna í Rúanda þegar við skírum börnin okkar," sagði yfirmaður dýraverndarstofnunar Rúanda. Erlent 25.6.2005 00:01
Fundað í Washington George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hittust í Washington í gær og ræddu stöðu og horfur í landi hins síðarnefnda. Erlent 24.6.2005 00:01
Útflutningur kvikasilfurs bannaður Umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu um það á fundi sínum í dag að banna útflutning á kvikasilfri fyrir árslok 2010. Þá vilja þeir einnig draga úr notkun málmsins í hitamælum og vinna að því á alþjóðavettvangi að draga úr losun þessa fljótandi málms í náttúrunni. Erlent 24.6.2005 00:01