Erlent

Mestu átök í fjögur í ár

Lík 178 skæruliða hafa fundist í Afganistan eftir þriggja daga skærur milli bandarískra og afganskra hersveita við uppreisnarmenn í Miana Shen-héraði í síðustu viku. Þetta eru mestu árásir sem gerðar hafa verið frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið 2001. Talið er að tveir þekktir herforingjar talibana hafist enn við í fjöllunum þar sem árásin var gerð. Ríkisstjórn Afganistan og bandarískir herforingjar hittu 35 ættbálkahöfðingja á dögunum til að ræða ástandið. Lýstu þeir yfir stuðningi við baráttuna gegn uppreisnarmönnum gegn loforði um nýja vegi og heilsugæslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×