Erlent

Fórnarlamba flóðsins enn leitað

Börn eru meðal helstu fórnarlamba náttúruhamfaranna í Asíu um jólin. Nú, þegar hálft ár er liðið, er ættingja þeirra og fleiri enn leitað. Taíland varð hvergi nærri verst úti þegar flóðbylgjan skall á annan dag jóla á síðasta ári, fyrir réttu hálfu ári síðan. Þar fórust þúsundir ferðamanna og er fjölda þeirra enn saknað. Alþjóðlegar sveitir leita enn líka þess fólks, m.a. hópur Breta sem minntust landa sinna í dag og veltu fyrir sér starfi sínu. Steve Strong, einn bresku leitarmannanna, segir marga í hópnum oft hafa komið á hamfarasvæðin. Hann segir þau alla vera manneskjur og það sem þau sjái komi þeim því uppnám. Með minningarathöfninni fái leitarfólkið tækifæri til að hugsa á mun persónulegri hátt um hina látnu Í búðum ekki langt frá eru hundrað og tuttugu börn sem misstu foreldra sína. Japanskur hópur bauð þeim til skemmtunar í dag til að dreifa huganum frá ástandinu sem er enn víða bágt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×