Erlent

Forsetinn gaf górillum nafn

Þrjátíu sjaldgæfum fjallagórillum voru gefin nöfn í þjóðgarði í Rúanda á laugardag og var forseti landsins, Paul Kagame, viðstaddur athöfnina. "Þessi athöfn endurspeglar menningu okkar. Við gerum það sama innan fjölskyldnanna í Rúanda þegar við skírum börnin okkar," sagði yfirmaður dýraverndarstofnunar Rúanda. Rúanda reynir að bæta ímynd sína eftir fjöldamorðin árið 1994 og eru górillubörnin tákn þess sem landið hefur upp á að bjóða. Stjörnur dagsins voru þó górillutvíburar, þeir einu sem vitað er til að hafi náð eins árs aldri. Þeir hlutu nöfnin Byishimo, sem þýðir hamingja, og Impano sem þýðir gjöf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×