Erlent

Skildi nýbura eftir í klósetti

Bandarísk kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að skilja nýfætt stúlkubarn eftir í klósetti í verslunarmiðstöð í Macon í Georgíuríki. Konan fæddi barnið á salerni, setti það ofan í klósettskál og huldið það með klósettrúllu og rusli.

Erlent

Enginn komst lífs af í flugslysi

Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél vegum kólumbíska flugfélagsins West Caribbean Airways fórst í fjalllendi í Vensúela nærri landamærum Kólumbíu. Alls voru 160 manns í vélinni að sögn flugfélagsins, 152 farþegar og átta manna áhöfn.

Erlent

Fjarlægðu fólk með valdi frá Gasa

Ísraelskar öryggissveitir beittu í dag valdi til þess að fjarlægja fólk úr landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Palestínskir lögreglumenn eru þegar komnir til Gaza.

Erlent

Segja þrýsting hafa fallið í vél

Sérfræðingar segja loftþrýsting hafa fallið og þar af leiðandi súrefni og hitastig í kýpversku farþegavélinni sem fórst síðastliðinn sunnudag, en alls fórust 121 í slysinu. Fjölmiðlar á Grikklandi segja fólkið um borð hafa frosið í hel en grísk yfirvöld segja þó líkin ekki hafa verið köld þegar þau fundust. Svarti kassinn úr vélinni er fundinn og sagði heilbrigðisráðherra landsins í gær að niðurstöður rannsóknar yrðu gerðast opinberar á næstu dögum.

Erlent

Flugslys í Venesúela

Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir.

Erlent

Áfram viðræður um stjórnarskrá

Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga.

Erlent

Voru á lífi þegar vélin fórst

Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar.

Erlent

Fimm prósent íbúða mannlaus

Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár.

Erlent

Sáttafundur nágranna

Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu.

Erlent

Hermenn farast í þyrluslysi

Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO.

Erlent

Manntjón í flóðum í Kína

Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn.

Erlent

Fangauppþot í Gvatemala

Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað.

Erlent

Hinseginfræði í Kína

Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra.

Erlent

Straumur hermanna til Gasa

Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott.

Erlent

Snarpur skjálfti skekur Japan

Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi.

Erlent

Eggjum og grjóti kastað í lögreglu

Lögreglu og mótmælendum brottflutningsins frá Gaza-ströndinni laust saman í gær og voru fimmtíu manns handteknir í kjölfarið. Þetta eru verstu átök sem komið hefur til vegna brottflutningsins.

Erlent

Áfram verði unnið að sáttum

Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni.

Erlent

Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu

Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi.

Erlent

Átök á fyrsta degi brottflutnings

Ísraelskir landnemar á Gaza tókust á við hermenn í gær en þá hófst brottflutningur þeirra formlega. Mahmoud Abbas hefur boðað til þingkosninga í Palestínu 21. janúar.

Erlent

Öfuguggar á kreiki

Gestir Huk-nektarstrandarinnar við Ósló verða í síauknum mæli fyrir áreitni og ónæði ljósmyndara og dóna af ýmsu tagi. Sumir fletta sig klæðum frammi fyrir strípalingunum en það þykir þeim heldur miður.

Erlent

Berjast gegn nauðungarhjónaböndum

Norðmenn ætla að láta Útlendingastofnun sína yfirheyra pakistönsk pör sem vilja giftast þar í landi til að tryggja að það séu ekki nauðungarhjónabönd.

Erlent

60 ár frá uppgjöf Japana

Forsætisráðherra Japans baðst í dag afsökunar á framferði Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu ár eru frá því Japanar gáfust upp í stríðinu.

Erlent

Reyndu að ná stjórn á flugvél

Tveir menn reyndu að taka völdin í kýpversku farþegaþotunni rétt áður en hún fórst skammt frá Aþenu í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem grísk stjórnvöld hafa sent frá sér. Flugmenn tveggja orrustuþotna sem fóru til móts við farþegaþotuna eftir að samband rofnaði við hana, segja þó ekki ljóst hvort um fólk úr áhöfn eða farþega hafi verið að ræða.

Erlent

Rændu frönskum sjónvarpsmanni

Palestínskir byssumenn rændu hljóðmanni á vegum frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 3 í Gasaborg í dag. Mohamed Ouathi var á leið heim á hótelið sitt í dag ásamt samstarfsmönnum sínum þegar þrír vopnaðir menn komu akandi á bíl, rifu hann upp í og óku á brott.

Erlent

Fundu 59 kg af heróíni í vörubíl

Tyrkneska lögreglan lagði nýlega hald á 59 kíló af heróíni sem ætlað var á Evrópumarkað, en efnið fannst í vörubíl í bænum Gaziantep nærri landmærum Sýrlands. Lögreglan mun hafa fengið ábendingu um efnið og fylgdist með flutningabílnum í um mánuð áður en hún lét til skarar skríða.

Erlent

Fórnarlömb sögð hafa frosið í hel

Margir farþeganna sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst í grennd við Aþenu í gær höfðu frosið í hel, að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins.

Erlent

Friðarsamkomulag undirritað

Indónesíska ríkisstjórnin og uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Súmötru skrifuðu í gær undir friðarsamkomulag. Þar með er vonast til þess að þriggja áratuga löngum átökum, sem kostað hafa 15.000 mannslíf, sé lokið.

Erlent

Vilja aðstoð að utan

Lík Lakshman Kadirgamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðarsorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggisgæsla var við athöfnina.

Erlent

Mikil sorg á Kýpur eftir flugslys

Mikil sorg ríkir á Kýpur og í Grikklandi vegna flugslyssins sem varð í grennd við Aþenu í gær. Enn berast misvísandi fréttir af hvað olli því að farþegaþotan með 121 mann innanborðs flaug beint á fjall. Grískur embættismaður hefur sagt að mörg líkin hafi verið gegnumfrosin sem bendi til þess að jafnþrýstibúnaður vélarinnar hafi gefið sig skyndilega í mikilli hæð þar sem frost er um og yfir 40 gráður.

Erlent