Erlent

Öfuguggar á kreiki

Gestir Huk-nektarstrandarinnar við Ósló verða í síauknum mæli fyrir áreitni og ónæði ljósmyndara og dóna af ýmsu tagi. Sumir fletta sig klæðum frammi fyrir strípalingunum en það þykir þeim heldur miður. "Hann stóð á göngustígnum fyrir framan mig og reyndi að stöðva för mína," sagði kona sem sótti ströndina reglulega þar til öfuguggi sat fyrir henni. "Hann sagði eitthvað og fitlaði svo við sjálfan sig." Lögreglu hafa borist margar kvartanir um ósæmilega hegðun slíkra dóna en jafnframt hafa einhverjir verið staðnir að því að taka myndir af baðgestum með myndavélasíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×