Erlent

Rændu frönskum sjónvarpsmanni

Palestínskir byssumenn rændu hljóðmanni á vegum frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 3 í Gasaborg í dag. Mohamed Ouathi var á leið heim á hótelið sitt í dag ásamt samstarfsmönnum sínum þegar þrír vopnaðir menn komu akandi á bíl, rifu hann upp í og óku á brott. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum, en hann hefur vakið óhug meðal þeirra fjölmörgu fjölmiðlamanna sem komnir eru til Gasastrandarinnar til að fylgjast með og greina frá brottflutningi ísraelskra landnema þaðan. Frakkar hafa farið fram á tafarlausa lausn Ouathis en palestínskar öryggissveitir leita mannræningjanna nú í nágrenni hótelsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×