Erlent Svartur dagur hjá Tony Blair Dómgreindarskortur er sú einkunn sem bresku blöðin gefa Tony Blair, forsætisráðherra sínum, í leiðurum í gær fyrir að hafa stutt David Blunkett nánast gagnrýnislaust þrátt fyrir augljós mistök þess fyrrnefnda. Erlent 4.11.2005 04:00 Fátækir verði útilokaðir Danmörk Mannréttindastofnun Danmerkur hefur gagnrýnt væntanlegt frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar í landinu. Ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn hyggjast leggja fram frumvarp um strangari skilyrði fyrir veitingu réttarins en nú gilda. Erlent 4.11.2005 03:00 Tími ríkisstjórnar Merkel strax á enda? Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi var spáð tveggja ára líftíma eftir kosningarnar fyrir mánuði. Stjórnin hefur reyndar ekki ennþá verið mynduð en tími hennar virðist engu að síður liðinn. Erlent 3.11.2005 20:30 Skotbardagar í fátækrahverfi í París Skotbardagar brutust út í einu af fátækustu úthverfum Parísarborgar í nótt en blóðug átök hafa staðið þar allar nætur í viku. Kveikt hefur verið í hundruðum bifreiða og ráðist inn í skóla, verslanir og stofnanir. Erlent 3.11.2005 19:45 Mikil leynd yfir fangelsum Mikil leynd hvílir yfir dularfullum fangelsum þar sem meintir hryðjuverkamenn eru yfirheyrðir. Yfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum áttu erfitt með að svara spurningum fréttamanna um málið í dag. Erlent 3.11.2005 19:24 Ritsjóri The Sun fangelsuð vegna líkamsárásar Ritstjóri dagblaðsins The Sun í Bretlandi, Rebekah Wade, var handtekin í morgun vegna árásar á eiginmann sinn, leikarann, Ross Kemp. Málsatvik voru þau að lögreglan var kölluð að heimili þeirra vegna óláta og þegar komið var á staðinn stórsá á eiginmanni hennar og var hann meðal annars skorinn í andliti. Erlent 3.11.2005 17:15 Berlusconi segist hafa stafað ógn af sprengjumanni Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi ætlað að ráða hann af dögum á knattspyrnuleik. Hann sakar einnig pólitíska andstæðinga sína um að auka hættuna á hryðjuverkaárásum í landinu með því að draga heilindi hans í efa. Erlent 3.11.2005 16:15 Bíll ræningjanna fundinn Mennirnir sem rændu peningaflutningabíl Securitas norður af Gautaborg í morgun ganga enn lausir. Bíllinn sem þeir notuðu við ránið er fundinn en enn stendur yfir víðtæk leit að mönnunum. Erlent 3.11.2005 15:30 Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Belgíu Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir þrettán mönnum sem taldir eru tilheyra hryðjuverkahópi sem sakaður er um að hafa staðið á bak við hryðjuverkaárásir á lestarstöðvum í Madríd í fyrra þar sem hátt í 200 manns létust. Erlent 3.11.2005 14:58 Fíkniefni fyrir um 550 milljónir í skipi í Noregi Fíkniefni fyrir um 550 milljónir íslenskra króna fundust í suðuramerísku skipi í Norðlandsfylki í Norður-Noregi í dag. Farmurinn fannst við hefðbundið eftirlit. Talið er að um kókaín hafi verið að ræða, en það hefur þó ekki fengist staðfest. Erlent 3.11.2005 14:12 Fuglaflensa greinist í sjötta Evrópulandinu Fuglaflensan hefur greinst í sjötta Evrópulandinu en svanur sem kom frá Ungverjalandi bar H5N1 afbrigði fuglaflensunnar með sér til Króatíu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra Króatíu sem hann sendi frá sér í gær. Erlent 3.11.2005 13:08 Engin fangelsi á vegum CIA í Rúmeníu Forsætisráðherra Rúmeníu sagði í dag að engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, væru í landinu. Þá hafa stjórnvöld í Tékklandi sagst hafa hafnað óskum bandarískra stjórnvalda um að fá að reka slíkt fangelsi þar í landi. Erlent 3.11.2005 12:51 Dönsk kona læst inni á baðherbergi í viku Fjörutíu og fimm ára dönsk kona, búsett í Hjörning, er frjáls á ný eftir að hafa verið læst inni á baðherberginu heima hjá sér í heila viku. Þegar ekkert hafði heyrst til konunnar í heila sjö daga var lögreglu gert viðvart. Kom í ljós að læsing hurðarinnar hafði hlaupið í baklás. Erlent 3.11.2005 11:15 2000 andlát á breskum sjúkrahúsum vegna mistaka Meira en tvö þúsund andlát á breskum sjúkrahúsum á síðasta ári má rekja til mistaka og skorts á öryggisþáttum við umönnun sjúklinganna. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af opinberum aðilum og segir frá í nýrri skýrslu. Á meðal þess sem leiddi sjúklingana til dauða var röng lyfjagjöf og bilun í tækjum sjúkrahúsanna. Erlent 3.11.2005 10:45 Þaulskipulagt rán framið í Svíþjóð Grímuklæddir ræningjar, vopnaðir sjálfvirkum byssum og sprengiefni, réðust á peningaflutningabíl norður af Gautaborg í Svíþjóð rétt fyrir klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús en ekki er enn vitað hversu alvarlegt það er. Ræningjarnir höfðu sett upp naglamottur á nokkrum stöðum til að hindra aðkomu lögreglu. Erlent 3.11.2005 09:51 Karl Bretaprins og Camilla í Hvíta húsinu Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans snæddu kvöldverð með forsetahjónunum í Hvíta húsinu í gær en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Umræðuefnið var sterkt samband þjóðanna tveggja, sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Erlent 3.11.2005 09:19 Sprengjuárás í Baska-héraði í nótt Sprengja sprakk í bænum Zarautz á Spáni í nótt. Svo virðist sem enginn hafi særst í árásinni en sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslutunnu við götu í bænum. Önnur sprengja, sem fannst nærri dómshúsinu í bænum, hafði verið gerð óvirk af lögreglu skömmu áður. Erlent 3.11.2005 09:16 Peningaflutningabíll rændur í Svíþjóð Fyrir um klukkustund var ráðist á peningaflutningabíl rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð. Síðast þegar fréttist var sjúkrabíll á leið á staðinn en talið er að öryggisverðirnir sem í bílnum voru hafi slasast í árásinni. Svo virðist sem að um mjög vel skipulagt rán sé að ræða. Erlent 3.11.2005 09:07 Evran tekin upp á Kýupur Kýpverjar taka upp evruna 1. janúar árið 2008. Yfirvöld á Kýpur höfðu gert sér vonir um að sameinast myntbandalaginu árið 2007 en sökum gríðarlegs fjárlagahalla verður ekkert úr því. Erlent 3.11.2005 08:45 CIA neitar að tjá sig Bandaríska leyniþjónustan CIA neitar að tjá sig um fregnir bandaríska dagblaðsins The Washington Post þess efnis að Bandaríkjamenn hafi beitt meinta al-Qaida liða pyntingum í leynilegum fangelsum í Austur-Evrópu og víðar um heiminn. Erlent 3.11.2005 08:29 Viðbúnaðaráætlun vegna flensu samþykkt í Danmörku Ríkisstjórn Danmerkur hefur samþykkt viðbúnaðaráætlun vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs í landinu. Samkvæmt áætluninni verða keyptar meiri birgðir af inflúensulyfinu Tamiflu sem eiga að duga 19 prósentum dönsku þjóðarinnar. Erlent 3.11.2005 08:15 30 féllu og 150 særðust í Addis Ababa Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og um 150 særðust í átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær. Íslenskir kristniboðar eru að störfum í broginni. Erlent 3.11.2005 07:53 Ástandið orðið hættulegt segir Chiraq Jacques Chiraq Frakklandsforseti segir lögregluna verða að taka á óeirðum sem geisað hafa í níu úthverfum Parsíar undanfarna viku, og það strax. Hann segir ástandið orðið hættulegt en miklar deilur hafa orðið innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Erlent 3.11.2005 07:36 Á annan tug fórst í árás Talið er að í það minnsta tuttugu manns hafi beðið bana og sextíu særst í sjálfsmorðsárás í bænum Musayyib í Suður-Írak í gær. Einn fórst í bílsprengjuárás í Kirkuk norðar í landinu. Erlent 3.11.2005 06:30 Fangar leynilega í haldi The Washington Post segir bandarísku leyniþjónustuna CIA halda úti kerfi leynilegra fangelsa, ekki síst í Austur-Evrópu. Þar eru fangar í "stríðinu gegn hryðjuverkum" faldir og yfirheyrðir. Erlent 3.11.2005 05:45 Önnur afsögnin á einu ári David Blunkett, ráðherra atvinnu- og lífeyrismála bresku ríkisstjórnarinnar, sagði af sér embætti í gær. Þetta er í annað sinn á tæpu ári sem Blunkett stígur úr ráðherrastóli. Blunkett hefur undanfarna daga sætt gagnrýni fyrir að hafa vikurnar fyrir þingkosningarnar í vor stýrt líftæknifyrirtæki sem gerði meðal annars samninga við ríkisstjórnina um verkefni. Honum láðist að ráðfæra sig við sérstaka þingnefnd um hvort hann gæti tekið að sér starfið en starfsreglur ríkisstjórnarinnar kveða afdráttarlaust á um að slíkt beri að gera. Erlent 3.11.2005 05:30 Sá sjöundi handtekinn Danska lögreglan handtók í gær sjöunda manninn sem grunaður er um skipulagningu hryðjuverkaárásar í Kaupmannahöfn. Maðurinn er ekki talinn hafa leikið stórt hlutverk í skipulagningu yfirvofandi árásar. Ekki fæst staðfest hvort maðurinn sé innflytjandi líkt og hinir sex sem þegar hafa verið handteknir. Erlent 3.11.2005 05:15 33 sagðir hafa beðið bana Í það minnsta 33 Eþíópíumenn létust og 150 særðust í átökum mótmælenda og lögreglu í höfuðborginni Addis Ababa í gær. Mikil ólga hefur verið í landinu síðustu daga vegna þingkosninga fyrr á árinu en stjórnvöld eru sögð hafa svindlað í þeim. Erlent 3.11.2005 05:00 Boðar harða stjórnarandstöðu Donald Tusk, leiðtogi frjálshyggjuflokksins Borgaravettvangs í Póllandi, boðaði í gær "mjög harða" stjórnarandstöðu flokks síns við nýja minnihlutastjórn íhaldsflokksins Laga og réttlætis, sem tók við embætti á mánudag. "Borgaravettvangur mun ganga hreinna til verks en nokkur stjórnarandstaða til þessa," sagði Tusk í útvarpsviðtali. Erlent 3.11.2005 04:45 Talinn hafa myrt og nauðgað tíu konum Chester Turner, fyrrum pitsusendill í Los Angeles, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt og nauðgað tíu konum á árunum 1987 til 1998. Verði Turner fundinn sekur kemst hann á blað sem einn mesti fjöldamorðingi í sögu Los Angeles. Sem stendur afplánar Turner, sem er 38 ára gamall, átta ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Erlent 3.11.2005 04:00 « ‹ ›
Svartur dagur hjá Tony Blair Dómgreindarskortur er sú einkunn sem bresku blöðin gefa Tony Blair, forsætisráðherra sínum, í leiðurum í gær fyrir að hafa stutt David Blunkett nánast gagnrýnislaust þrátt fyrir augljós mistök þess fyrrnefnda. Erlent 4.11.2005 04:00
Fátækir verði útilokaðir Danmörk Mannréttindastofnun Danmerkur hefur gagnrýnt væntanlegt frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar í landinu. Ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn hyggjast leggja fram frumvarp um strangari skilyrði fyrir veitingu réttarins en nú gilda. Erlent 4.11.2005 03:00
Tími ríkisstjórnar Merkel strax á enda? Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi var spáð tveggja ára líftíma eftir kosningarnar fyrir mánuði. Stjórnin hefur reyndar ekki ennþá verið mynduð en tími hennar virðist engu að síður liðinn. Erlent 3.11.2005 20:30
Skotbardagar í fátækrahverfi í París Skotbardagar brutust út í einu af fátækustu úthverfum Parísarborgar í nótt en blóðug átök hafa staðið þar allar nætur í viku. Kveikt hefur verið í hundruðum bifreiða og ráðist inn í skóla, verslanir og stofnanir. Erlent 3.11.2005 19:45
Mikil leynd yfir fangelsum Mikil leynd hvílir yfir dularfullum fangelsum þar sem meintir hryðjuverkamenn eru yfirheyrðir. Yfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum áttu erfitt með að svara spurningum fréttamanna um málið í dag. Erlent 3.11.2005 19:24
Ritsjóri The Sun fangelsuð vegna líkamsárásar Ritstjóri dagblaðsins The Sun í Bretlandi, Rebekah Wade, var handtekin í morgun vegna árásar á eiginmann sinn, leikarann, Ross Kemp. Málsatvik voru þau að lögreglan var kölluð að heimili þeirra vegna óláta og þegar komið var á staðinn stórsá á eiginmanni hennar og var hann meðal annars skorinn í andliti. Erlent 3.11.2005 17:15
Berlusconi segist hafa stafað ógn af sprengjumanni Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi ætlað að ráða hann af dögum á knattspyrnuleik. Hann sakar einnig pólitíska andstæðinga sína um að auka hættuna á hryðjuverkaárásum í landinu með því að draga heilindi hans í efa. Erlent 3.11.2005 16:15
Bíll ræningjanna fundinn Mennirnir sem rændu peningaflutningabíl Securitas norður af Gautaborg í morgun ganga enn lausir. Bíllinn sem þeir notuðu við ránið er fundinn en enn stendur yfir víðtæk leit að mönnunum. Erlent 3.11.2005 15:30
Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Belgíu Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir þrettán mönnum sem taldir eru tilheyra hryðjuverkahópi sem sakaður er um að hafa staðið á bak við hryðjuverkaárásir á lestarstöðvum í Madríd í fyrra þar sem hátt í 200 manns létust. Erlent 3.11.2005 14:58
Fíkniefni fyrir um 550 milljónir í skipi í Noregi Fíkniefni fyrir um 550 milljónir íslenskra króna fundust í suðuramerísku skipi í Norðlandsfylki í Norður-Noregi í dag. Farmurinn fannst við hefðbundið eftirlit. Talið er að um kókaín hafi verið að ræða, en það hefur þó ekki fengist staðfest. Erlent 3.11.2005 14:12
Fuglaflensa greinist í sjötta Evrópulandinu Fuglaflensan hefur greinst í sjötta Evrópulandinu en svanur sem kom frá Ungverjalandi bar H5N1 afbrigði fuglaflensunnar með sér til Króatíu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra Króatíu sem hann sendi frá sér í gær. Erlent 3.11.2005 13:08
Engin fangelsi á vegum CIA í Rúmeníu Forsætisráðherra Rúmeníu sagði í dag að engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, væru í landinu. Þá hafa stjórnvöld í Tékklandi sagst hafa hafnað óskum bandarískra stjórnvalda um að fá að reka slíkt fangelsi þar í landi. Erlent 3.11.2005 12:51
Dönsk kona læst inni á baðherbergi í viku Fjörutíu og fimm ára dönsk kona, búsett í Hjörning, er frjáls á ný eftir að hafa verið læst inni á baðherberginu heima hjá sér í heila viku. Þegar ekkert hafði heyrst til konunnar í heila sjö daga var lögreglu gert viðvart. Kom í ljós að læsing hurðarinnar hafði hlaupið í baklás. Erlent 3.11.2005 11:15
2000 andlát á breskum sjúkrahúsum vegna mistaka Meira en tvö þúsund andlát á breskum sjúkrahúsum á síðasta ári má rekja til mistaka og skorts á öryggisþáttum við umönnun sjúklinganna. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af opinberum aðilum og segir frá í nýrri skýrslu. Á meðal þess sem leiddi sjúklingana til dauða var röng lyfjagjöf og bilun í tækjum sjúkrahúsanna. Erlent 3.11.2005 10:45
Þaulskipulagt rán framið í Svíþjóð Grímuklæddir ræningjar, vopnaðir sjálfvirkum byssum og sprengiefni, réðust á peningaflutningabíl norður af Gautaborg í Svíþjóð rétt fyrir klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús en ekki er enn vitað hversu alvarlegt það er. Ræningjarnir höfðu sett upp naglamottur á nokkrum stöðum til að hindra aðkomu lögreglu. Erlent 3.11.2005 09:51
Karl Bretaprins og Camilla í Hvíta húsinu Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans snæddu kvöldverð með forsetahjónunum í Hvíta húsinu í gær en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Umræðuefnið var sterkt samband þjóðanna tveggja, sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Erlent 3.11.2005 09:19
Sprengjuárás í Baska-héraði í nótt Sprengja sprakk í bænum Zarautz á Spáni í nótt. Svo virðist sem enginn hafi særst í árásinni en sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslutunnu við götu í bænum. Önnur sprengja, sem fannst nærri dómshúsinu í bænum, hafði verið gerð óvirk af lögreglu skömmu áður. Erlent 3.11.2005 09:16
Peningaflutningabíll rændur í Svíþjóð Fyrir um klukkustund var ráðist á peningaflutningabíl rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð. Síðast þegar fréttist var sjúkrabíll á leið á staðinn en talið er að öryggisverðirnir sem í bílnum voru hafi slasast í árásinni. Svo virðist sem að um mjög vel skipulagt rán sé að ræða. Erlent 3.11.2005 09:07
Evran tekin upp á Kýupur Kýpverjar taka upp evruna 1. janúar árið 2008. Yfirvöld á Kýpur höfðu gert sér vonir um að sameinast myntbandalaginu árið 2007 en sökum gríðarlegs fjárlagahalla verður ekkert úr því. Erlent 3.11.2005 08:45
CIA neitar að tjá sig Bandaríska leyniþjónustan CIA neitar að tjá sig um fregnir bandaríska dagblaðsins The Washington Post þess efnis að Bandaríkjamenn hafi beitt meinta al-Qaida liða pyntingum í leynilegum fangelsum í Austur-Evrópu og víðar um heiminn. Erlent 3.11.2005 08:29
Viðbúnaðaráætlun vegna flensu samþykkt í Danmörku Ríkisstjórn Danmerkur hefur samþykkt viðbúnaðaráætlun vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs í landinu. Samkvæmt áætluninni verða keyptar meiri birgðir af inflúensulyfinu Tamiflu sem eiga að duga 19 prósentum dönsku þjóðarinnar. Erlent 3.11.2005 08:15
30 féllu og 150 særðust í Addis Ababa Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og um 150 særðust í átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær. Íslenskir kristniboðar eru að störfum í broginni. Erlent 3.11.2005 07:53
Ástandið orðið hættulegt segir Chiraq Jacques Chiraq Frakklandsforseti segir lögregluna verða að taka á óeirðum sem geisað hafa í níu úthverfum Parsíar undanfarna viku, og það strax. Hann segir ástandið orðið hættulegt en miklar deilur hafa orðið innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Erlent 3.11.2005 07:36
Á annan tug fórst í árás Talið er að í það minnsta tuttugu manns hafi beðið bana og sextíu særst í sjálfsmorðsárás í bænum Musayyib í Suður-Írak í gær. Einn fórst í bílsprengjuárás í Kirkuk norðar í landinu. Erlent 3.11.2005 06:30
Fangar leynilega í haldi The Washington Post segir bandarísku leyniþjónustuna CIA halda úti kerfi leynilegra fangelsa, ekki síst í Austur-Evrópu. Þar eru fangar í "stríðinu gegn hryðjuverkum" faldir og yfirheyrðir. Erlent 3.11.2005 05:45
Önnur afsögnin á einu ári David Blunkett, ráðherra atvinnu- og lífeyrismála bresku ríkisstjórnarinnar, sagði af sér embætti í gær. Þetta er í annað sinn á tæpu ári sem Blunkett stígur úr ráðherrastóli. Blunkett hefur undanfarna daga sætt gagnrýni fyrir að hafa vikurnar fyrir þingkosningarnar í vor stýrt líftæknifyrirtæki sem gerði meðal annars samninga við ríkisstjórnina um verkefni. Honum láðist að ráðfæra sig við sérstaka þingnefnd um hvort hann gæti tekið að sér starfið en starfsreglur ríkisstjórnarinnar kveða afdráttarlaust á um að slíkt beri að gera. Erlent 3.11.2005 05:30
Sá sjöundi handtekinn Danska lögreglan handtók í gær sjöunda manninn sem grunaður er um skipulagningu hryðjuverkaárásar í Kaupmannahöfn. Maðurinn er ekki talinn hafa leikið stórt hlutverk í skipulagningu yfirvofandi árásar. Ekki fæst staðfest hvort maðurinn sé innflytjandi líkt og hinir sex sem þegar hafa verið handteknir. Erlent 3.11.2005 05:15
33 sagðir hafa beðið bana Í það minnsta 33 Eþíópíumenn létust og 150 særðust í átökum mótmælenda og lögreglu í höfuðborginni Addis Ababa í gær. Mikil ólga hefur verið í landinu síðustu daga vegna þingkosninga fyrr á árinu en stjórnvöld eru sögð hafa svindlað í þeim. Erlent 3.11.2005 05:00
Boðar harða stjórnarandstöðu Donald Tusk, leiðtogi frjálshyggjuflokksins Borgaravettvangs í Póllandi, boðaði í gær "mjög harða" stjórnarandstöðu flokks síns við nýja minnihlutastjórn íhaldsflokksins Laga og réttlætis, sem tók við embætti á mánudag. "Borgaravettvangur mun ganga hreinna til verks en nokkur stjórnarandstaða til þessa," sagði Tusk í útvarpsviðtali. Erlent 3.11.2005 04:45
Talinn hafa myrt og nauðgað tíu konum Chester Turner, fyrrum pitsusendill í Los Angeles, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt og nauðgað tíu konum á árunum 1987 til 1998. Verði Turner fundinn sekur kemst hann á blað sem einn mesti fjöldamorðingi í sögu Los Angeles. Sem stendur afplánar Turner, sem er 38 ára gamall, átta ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Erlent 3.11.2005 04:00