Erlent

Karl Bretaprins og Camilla í Hvíta húsinu

Hjónin stilla sér upp til myndatöku fyrir utan Hvíta húsið í gær.
Hjónin stilla sér upp til myndatöku fyrir utan Hvíta húsið í gær. MYND/AP

Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans snæddu kvöldverð með forsetahjónunum í Hvíta húsinu í gær en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Umræðuefnið var sterkt samband þjóðanna tveggja, sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Fyrr um daginn höfðu þau Karl og Camilla vígt garð í borginni sem ætlað er að minnast þeirra Breta sem létu lífið í hryðjuverkaárásinni á New York. Hjónin verða í Washington í þrjá daga en þá munu þau fara til New Orleans og síðan til San Francisco áður en haldið verður heim til Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×