Erlent

Dönsk kona læst inni á baðherbergi í viku

Fjörutíu og fimm ára dönsk kona, búsett í Hjörning, er frjáls á ný eftir að hafa verið læst inni á baðherberginu heima hjá sér í heila viku. Þegar ekkert hafði heyrst til konunnar í heila sjö daga var lögreglu gert viðvart. Kom í ljós að læsing hurðarinnar hafði hlaupið í baklás. Konan var að vonum banhungruð en hún hafði hins vegar - eðlilega - haft nóg vatn að drekka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×