Erlent

Ástandið orðið hættulegt segir Chiraq

Flak tveggja bíla sem kveikt var í í óeirðunum.
Flak tveggja bíla sem kveikt var í í óeirðunum. MYND/AP

Jacques Chiraq Frakklandsforseti segir lögregluna verða að taka á óeirðum sem geisað hafa í níu úthverfum Parsíar undanfarna viku, og það strax. Hann segir ástandið orðið hættulegt en miklar deilur hafa orðið innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins þar sem innanríkisráðherrann, Nicolas Sarkozy, kallaði innflytjendur í landinu hyski. Ofbeldið hófst í kjölfar þess að tveir unglingsdrengir af innflytjendaættum létust eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni. Mikil örvænting og reiði ríkir nú í fátækustu úthverfum Parísar vegna afskiptaleysis sjórnvalda en í sum þeirra kemur lögreglan aldrei inn, nema mikið liggi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×