Erlent

Talinn hafa myrt og nauðgað tíu konum

Leiddur inn í dómssal. Tvær af þeim konum sem Turner er ákærður fyrir hafa myrt voru barnshafandi.
Leiddur inn í dómssal. Tvær af þeim konum sem Turner er ákærður fyrir hafa myrt voru barnshafandi.

Chester Turner, fyrrum pitsusendill í Los Angeles, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt og nauðgað tíu konum á árunum 1987 til 1998. Verði Turner fundinn sekur kemst hann á blað sem einn mesti fjöldamorðingi í sögu Los Angeles. Sem stendur afplánar Turner, sem er 38 ára gamall, átta ára fangelsisdóm fyrir nauðgun.

Það mál er hins vegar óskylt þeim sem hann er nú ákærður fyrir. Þegar Turner var sóttur til saka vegna nauðgunarinnar sem hann nú situr í fangelsi fyrir samþykkti hann að tekið væri úr sér lífsýni (DNA). Lögreglan uppgötvaði fljótlega að lífsýnin pössuðu við lífsýni úr tveimur óupplýstum morð- og nauðgunarmálum. Bar hún þau því saman við enn fleiri óupplýst mál og varð niðurstaðan sú að Turner er talinn hafa myrt og nauðgað tíu konum á ellefu ára tímabili. Tvær af þeim konum sem hann er talinn hafa myrt og nauðgað voru ófrískar. Allar konurnar voru kyrktar. Líkurnar á að lífsýnin sem fundust á konunum tíu séu úr einhverjum öðrum en Turner eru nánast stjarnfræðilegar. Réttarhöldin yfir Turner hefjast í lok mánaðarins. Saksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann krefjist dauðarefsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×