Erlent

33 sagðir hafa beðið bana

Á annað hundrað særðust. Sjónarvottar segja lögreglu hafa skotið handahófskennt á fólksfjöldann.
Á annað hundrað særðust. Sjónarvottar segja lögreglu hafa skotið handahófskennt á fólksfjöldann.

Í það minnsta 33 Eþíópíumenn létust og 150 særðust í átökum mótmælenda og lögreglu í höfuðborginni Addis Ababa í gær. Mikil ólga hefur verið í landinu síðustu daga vegna þingkosninga fyrr á árinu en stjórnvöld eru sögð hafa svindlað í þeim.

Þannig biðu átta bana í átökum í fyrradag. Sjónarvottar segja að óeirðalögregla hafi skotið handahófskennt á mótmælendurna í gær og varpað handsprengjum inn í hóp þeirra. Ráðherra upplýsingamála kvaðst harma uppþotin en kenndi stjórnarandstæðingum um þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×