Erlent

Fátækir verði útilokaðir

Danmörk Mannréttindastofnun Danmerkur hefur gagnrýnt væntanlegt frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar í landinu. Ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn hyggjast leggja fram frumvarp um strangari skilyrði fyrir veitingu réttarins en nú gilda.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsækjendur hafi haft fasta vinnu í fjögur ár af síðustu fimm. Telur Mannréttindastofnunin að með þessum breytingum verði of erfitt að sækja um ríkisborgararétt. Helmingi færri muni fá ríkisborgararétt eftir lagabreytinguna og þeir fátækustu verði útilokaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×