Erlent

Viðbúnaðaráætlun vegna flensu samþykkt í Danmörku

Ríkisstjórn Danmerkur hefur samþykkt viðbúnaðaráætlun vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs í landinu. Samkvæmt áætluninni verða keyptar meiri birgðir af inflúensulyfinu Tamiflu sem eiga að duga 19 prósentum dönsku þjóðarinnar. Lyfið er bæði áætlað til fyrirbyggjandi aðgerða og meðhöndlunar á sjúkum ef faraldur brýst út, eins og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld óttast nú. Þá fá allir Danir bólusetningartryggingu sem ríkið hyggst kaupa hjá einu eða fleiri tryggingafélögum. Ef til faraldurs kemur getur ríkisstjórnin nýtt tryggingarféð til að kaupa bóluefni handa þjóðinni eins fljótt og auðið er, en bólefni er ekki hægt að þróa fyrr en sjúkdómsins verður vart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×