Erlent

CIA neitar að tjá sig

Bandaríska leyniþjónustan CIA neitar að tjá sig um fregnir bandaríska dagblaðsins The Washington Post þess efnis að Bandaríkjamenn hafi beitt meinta al-Qaida liða pyntingum í leynilegum fangelsum í Austur-Evrópu og víðar um heiminn. Sömu sögu er að segja um Hvíta húsið. Talsmaður Hvíta hússins sagði þó í samtali við Washington Post að stríð væri háð um allan heim gegn hryðjuverkastarfsemi og herskáum íslömskum stríðsmönnum sem vildu ráðast á Bandaríkin og drepa saklaust fólk. Allt yrði gert til að koma í veg fyrir árásir sagði talsmaðurinn en vildi þó ekki tjá sig um málið að öðru leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×