Erlent

2000 andlát á breskum sjúkrahúsum vegna mistaka

MYND/Reuters

Meira en tvö þúsund andlát á breskum sjúkrahúsum á síðasta ári má rekja til mistaka og skorts á öryggisþáttum við umönnun sjúklinganna. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af opinberum aðilum og segir frá í nýrri skýrslu. Á meðal þess sem leiddi sjúklingana til dauða var röng lyfjagjöf og bilun í tækjum sjúkrahúsanna. Talið er að tala þeirra sem létust af þessum völdum sé mun hærri þar sem ekki séu nærri því öll tilvik skráð. Þá kemur fram í skýrslunni að læknar séu þeir starfsmenn bresku sjúkrahúsanna sem ólíklegastir séu til að tilkynna mistök við umönnun sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×