Erlent

Fíkniefni fyrir um 550 milljónir í skipi í Noregi

Fíkniefni fyrir um 550 milljónir íslenskra króna fundust í suðuramerísku skipi í Norðlandsfylki í Norður-Noregi í dag. Farmurinn fannst við hefðbundið eftirlit. Talið er að um kókaín hafi verið að ræða, en það hefur þó ekki fengist staðfest. Þetta er stærsti eiturlyfjafarmur sem norsk yfirvöld hafa komist yfir og voru allir áhafnarmeðlimir skipsins handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×