Erlent

Sá sjöundi handtekinn

Danska lögreglan handtók í gær sjöunda manninn sem grunaður er um skipulagningu hryðjuverkaárásar í Kaupmannahöfn. Maðurinn er ekki talinn hafa leikið stórt hlutverk í skipulagningu yfirvofandi árásar. Ekki fæst staðfest hvort maðurinn sé innflytjandi líkt og hinir sex sem þegar hafa verið handteknir.

Ástæðan er talin sú að lögreglan hefur sætt gagnrýni fyrir að gefa of mikið upp um bakgrunn hinna handteknu og því hafi fjölskyldur þeirra og nágrannar orðið fyrir miklu aðkasti í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×