Erlent

Meira en 87.000 fórust

Manntjón af völdum jarðskjálftans mikla sem varð fyrir réttum mánuði í norðanverðu Pakistan er nú talið vera mun meira en áður var áætlað. Samkvæmt mati sem unnið var á vegum Alþjóðabankans og Þróunarbanka Asíu fórust yfir 87.000 manns í hamförunum, en það er um 13.000 fleiri en opinbert mat pakistanskra yfirvalda.

Erlent

Á annan tug beið bana

Í það minnsta 23 fórust í þremur sjálfsmorðssprengju­árásum sem gerðar voru nánast samtímis í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Árásirnar voru gerðar um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma við þrjú hótel, Grand Hyatt, Radisson SAS og Days Inn, en ferðamenn og erindrekar frá Vesturlöndum eru jafnan í meirihluta gesta hótelanna.

Erlent

Engin eftirgjöf hjá Mubarak

Fyrsta umferð egypsku þingkosninganna fór fram í gær og var kjörsókn með skárra móti. Fáir virðast gera sér grillur um annað en að Þjóðarflokkur Mubaraks forseta verði áfram með alla valdaþræði í höndum sér.

Erlent

Danir smygla dönsku gosi

Það hefur færst í aukana að gosdrykkjum sem framleiddir eru í Danmörku sé smyglað inn í landið. Gosið er flutt úr landi til Svíþjóðar og Þýskalands og fæst þá endurgreiddur skattur af vörunni. Síðan er vörunni smyglað inn í landið aftur og selt í sjoppur og veitingastaði á töluvert lægra verði en löglega fengið gos.

Erlent

Fujimori áfram í varðhaldi

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, verður í varðhaldi í Chile þangað til stjórnvöld í Perú hafa óskað eftir framsali hans til landsins. Þetta var niðurstaða dómstóla í Chile eftir að lögmaður Fujimori fór fram á lausn hans úr varðhaldi en Fujimori var handtekinn við komuna þangað síðastliðinn mánudag.

Erlent

Allt gekk að óskum

Venusarhraðlestinni, ómönnuðu evrópsku geimfari, var í gær skotið frá Baikonur í Kasakstan áleiðis til Venusar og er áætlað að ferðalagið taki 163 daga. Tilgangur fararinnar er að rannsaka andrúmsloft morgunstjörnunnar fögru en yfirborð hennar er heitara en nokkurrar annarrar reikistjörnu.

Erlent

Tala látinna komin upp í 57

Að minnsta kosti 57 eru látnir og 115 manns liggja sárir eftir sprengingarnar sem urðu á þremur hótelum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í kvöld. Bandaríkjastjórn bauð í kvöld fram aðstoð sína við rannsókn málsins og leitinni að þeim sem bæru ábyrgð á ódæðinu.

Erlent

Jórdanía: Sjálfsmorðsárásir á þremur hótelum

Sprengja sprakk á þriðja hótelinu á skömmum tíma í Amman, höfuðborg Jórdaníu, fyrir skemmstu. Þriðja hótelið er Days Inn hótelið en áður hafði verið tilkynnt um sprengingar á hótelunum Radisson SAS og Grand Hyatt en öll hótelin eru vinsæl á meðal vestrænna ferðamanna.

Erlent

Forseti Kína í opinberri heimsókn í Bretlandi

Hu Jintao, forseti Kína spásseraði um sali breska þingsins í dag og ræddi við breska ráðamenn, en hann er í opinberri heimsókn í Bretlandi. Mannréttindafrömuðir tóku honum ekki jafnvel heldur mótmæltu og veifuðu tíbetskum fánum.

Erlent

Lengsta samfellda flug farþegaþotu

Boeing-flugvélaverksmiðjurnar sendu í morgun vél af gerðinni 777 í loftið frá Hong Kong og hún á ekki að lenda fyrr en á morgun, eftir tuttugu og þriggja tíma flug. Leiðin liggur frá Hong Kong yfir Bandaríkin til Evrópu, en vélin á að lenda á Heathrow í fyrramálið. Ef þetta tekst er um að ræða lengsta samfellda flug farþegaþotu, bæði mælt í tíma og kílómetrum.

Erlent

Fimm hið minnsta látnir í tveimur sprengingum í Jórdaníu

Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjörutíu særðir eftir að sprengjur sprungu á tveimur hótelum í Amman, höfuðbog Jórdaníu, fyrir stundu. Önnur sprengjan, sú fyrri að því er virðist, sprakk á Radisson-hótelinu sem er vinsælt á meðal ísraelskra ferðamanna.

Erlent

Venus Express skotið á loft

Það tókst vel til í morgun þegar geimflauginni Venus Express var skotið á loft. Þar með hófst könnunarferð til Venusar, næsta nágranna jarðarinnar. Vísindamenn vonast til að verða margs vísari um hlýnun jarðar en hundrað sextíu og einn dag tekur fyrir flaugina að komast á áfangastað.

Erlent

Demókratar sigruðu í Virginíu og New Jersey

George Bush, Bandaríkjaforseti, fékk á baukinn í gær þegar demókratar höfðu betur í ríkisstjórakosningum í lykilríkjunum Virginíu og New Jersey. Því til viðbótar höfnuðu kjósendur umbótatillögum sem Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lagði til.

Erlent

Rannsakað hvernig fjölmiðlar fréttu af málinu

Rannsókn er hafin á fregnum um leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Tilgangurinn er að vísu ekki að komast að því hvort slík fangelsi séu til, heldur hvernig fjölmiðlar fengu veður af málinu.

Erlent

Blair galt afhroð í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn frá því að Tony Blair varð forsætisráðherra Bretlands galt hann í dag afhroð í þinginu. Þingmenn höfnuðu með afgerandi hætti drögum Blairs að hryðjuverkalögum þrátt fyrir ákafar tilraunir hans til að telja þingheimi hughvarf.

Erlent

Lestarslys í norðurhluta Indlands

Að minnsta kosti fimm létu lífið þegar yfirfull farþegalest og flutningalest rákust saman í norðurhluta Indlands í dag. Lögregla á staðnum segir enn fjölda fólks fastan í flaki eins vagnanna sem kramdist undir flutningalestinni, en áreksturinn var svo harður að fjórir farþegavagnar fóru út af sporinu. Því er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.

Erlent

Óeirðir færast í vöxt utan Frakklands

Útgöngubann og hert löggæsla skilaði tilætluðum árangri í París í nótt. Í öðrum borgum landsins og nokkrum borgum í Þýskalandi og Belgíu hafa óeirðir hins vegar færst í vöxt.

Erlent

Tvísýnt um örlög hryðjuverkafrumvarps í Bretlandi

Bæði Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, og Jack Straw, utanríkisráðherra landsins, hafa verið kallaðir heim frá útlöndum til þess að taka þátt í mikilvægri atkvæðagreiðslu um umdeilt frumvarp bresku stjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum sem bera á undir breska þingið í dag.

Erlent

Hamingjusamir jafna sig fyrr á flensu

Fólk sem er í hamingjusömu sambandi á auðveldara með að sigrast á flensu en þeir sem eru ósáttir í hjónabandi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar lækna í Birmingham benda til þess að bein fylgni sé á milli hamingju í hjónabandi og þess hve fljótt fólk jafnar sig af flensu.

Erlent

Brown kallaður heim frá Ísrael vegna þingmáls

Ferð Gordons Browns, fjármálaráðherra Bretlands, til Miðausturlanda varð heldur endaslepp því skömmu eftir að hann kom til Tel Aviv í Ísrael í gær var hann kallaður aftur heim til að taka þátt í mikilvægri atkvæðagreiðslu um lög gegn hryðjuverkum sem bera á undir breska þingið í dag.

Erlent

Japanar kaupa fuglakjöt af Indverjum vegna flensu

Japanar hyggjast í fyrsta sinn kaupa alifuglakjöt frá Indlandi vegna fuglaflensunnar sem geisar í Asíu. Japanar hafa hingað til keypt fuglakjöt frá Taílandi og Kína en eftir að fuglaflensa greindist þar hafa yfirvöld bannað allan innflutning þaðan.

Erlent

Geimskutla af stað áleiðis til Venusar

Geimskutlan Venus Express tók á loft frá Kasakstan í nótt. Geimvísindastofnun Evrópu hefur hannað flaugina, sem er ætlað að rannsaka yfirborð plánetunnar Venus. Geimskotið í nótt heppnaðist vel, en því var frestað um tvær vikur eftir að rannsóknir leiddu í ljós bilun í hitastilli.

Erlent

Unglingur gerði skotárás í gagnfræðaskóla

Fimmtán ára gamall drengur hóf í gær skothríð í gagnfræðaskóla í Tennessee í Bandaríkjunummeð þeim afleiðingum að einn lést og tveir særðust alvarlega. Sá sem lést var aðstoðarskólastjóri í skólanum og annar hinna særðu var skólastjórinn. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir að sögn lögreglu.

Erlent

Mannskæð bílsprengjuárás í Baquba

Bílasprengja sprakk í Írak í dag. Sjö írakskir lögreglumenn létust og níu manns særðust, þar á meðal þrír almennir borgarar, þegar bílasprengja sprakk í sjálfsmorðsárás á lögreglusveit. Árásin átti sér stað í borginni Baquba, sem er rétt norðan við Bagdad.

Erlent

CIA rannsakar upplýsingaleka um leynifangelsi

Bandaríska leyniþjónustan hefur hafið rannsókn á því hvernig dagblaðið Washington Post komst yfir upplýsingar um meint leynifangelsi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu. Leyniþjónustan hefur farið þess á leit að dómsmálaráðuneytið kanni hver hafi lekið upplýsingunum í Washington Post.

Erlent