Erlent

Mæla með aðild Makedóníu að Evrópusambandinu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til í dag að Makedóníu yrði veitt aðild að Evrópusambandinu, aðeins fjórum árum eftir að landið var á barmi borgarastyrjaldar. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni kom fram að landið væri nú stöðugt lýðræðisríki með fjölþjóða samfélagi. Ótrúlegur árangur hefði náðst þar á síðustu árum og Makedóníumenn hefðu sýnt vilja til aðlögunar að Evrópu. Makeóníumenn eru þó langt því frá komnir inn í sambandið því aðildarríkin 25 þurfa að samþykkja að hefja viðræður við þá og þær gætu tekið nokkur ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×